Neyðarlegt kampavínskosningamyndband VG Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2017 12:45 Hin nöturlega kampavínssena Ragnars virðist vera að springa upp í andlit VG. Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira