Frá þessu segir í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. Þar segir að þau munu ganga í hjónaband næsta vor. Nánar verður greint frá brúðkaupsdegi síðar meir.
Í tilkynningunni segir að skötuhjúin hafi trúlofast í London fyrr í þessum mánuði. Hafi Harry upplýst ömmu sína, Elísabetu drottningu, um málið, sem og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum.
Harry hefur leitað samþykkis foreldra Markle. Harry og Meghan munu búa í Nottingham Cottage í Kensington-höll.
Markle er 36 ára gömul og hefur meðal annars komið fram í þáttunum Suits og Fringe. Markle var áður gift Trevor Engelson á árunum 2011 til 2013. Þau Harry hafa átt í sambandi frá júní 2016.