Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:37 Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira