Tíu ára gömul íslensk leikkona sló í gegn á kvikmyndahátíð í Tallin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 20:56 Unga leikkonan Kristjana Thors sýndi mikið hugrekki á kvikmyndahátíð í Tallin. Black Nights Film Festival Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira