„Þetta verður mjög knappt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 13:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að flokkarnir þrír nái að mynda ríkisstjórn. vísir/eyþór „Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
„Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00