Eyðilögðu stráheilan Megane RS í The Grand Tour Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2017 11:07 Örlög Renault Megane RS bílsins ráðin. Stutt er í sýningar á annarri þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með spéfuglunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, en fyrsti þátturinn verður sýndur á Amazon Prime þann 8. desember. Eins og fyrri daginn hafa framleiðendur þáttanna sent frá sér stiklur úr þáttunum til að gera áhugsama spennta fram að fumsýningardegi. Í þessari stiklu er þeir þremenningar að leita að ökumanni til að leysa af “The American” úr fyrstu þáttaröð og eitthvað virðist það ganga brösulega, en reynsluakstur hans á stráheilum Renault Megane RS sportbíl endar býsna fljótlega með því að sá sem til reynslu er veltir honum nokkrar veltur og gereyðileggur hann. Eins og sést í stiklunni virðist það þó alltaf hafa verið meiningin og til þess gert að undirstrika hversu erfitt það ætlar að reynast þeim þremenningum að finna afleysingamann fyrir “The American”. Önnur þáttaröðin af The Grand Tour er frábrugðin að því leiti að ekki var ferðast með tökusettið á milli landa eins og í fyrstu þáttaröðinni, heldur er það ávallt staðsett í Bretlandi, reyndar örskammt frá heimili Jeremy Clarkson. Tökur á annarri þáttaröð voru nokkuð viðburðaríkar og til dæmis stórskemmdi Richard Hammond rándýran Rimac Concept One rafmagnsbíl. Í þáttunum heimsóttu þremenningarnir 5 heimsálfur og stóðu tökurnar yfir í 100 daga. Styttast fer nú mjög á að áhorfendur fái að sjá afraksturinn. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Stutt er í sýningar á annarri þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með spéfuglunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, en fyrsti þátturinn verður sýndur á Amazon Prime þann 8. desember. Eins og fyrri daginn hafa framleiðendur þáttanna sent frá sér stiklur úr þáttunum til að gera áhugsama spennta fram að fumsýningardegi. Í þessari stiklu er þeir þremenningar að leita að ökumanni til að leysa af “The American” úr fyrstu þáttaröð og eitthvað virðist það ganga brösulega, en reynsluakstur hans á stráheilum Renault Megane RS sportbíl endar býsna fljótlega með því að sá sem til reynslu er veltir honum nokkrar veltur og gereyðileggur hann. Eins og sést í stiklunni virðist það þó alltaf hafa verið meiningin og til þess gert að undirstrika hversu erfitt það ætlar að reynast þeim þremenningum að finna afleysingamann fyrir “The American”. Önnur þáttaröðin af The Grand Tour er frábrugðin að því leiti að ekki var ferðast með tökusettið á milli landa eins og í fyrstu þáttaröðinni, heldur er það ávallt staðsett í Bretlandi, reyndar örskammt frá heimili Jeremy Clarkson. Tökur á annarri þáttaröð voru nokkuð viðburðaríkar og til dæmis stórskemmdi Richard Hammond rándýran Rimac Concept One rafmagnsbíl. Í þáttunum heimsóttu þremenningarnir 5 heimsálfur og stóðu tökurnar yfir í 100 daga. Styttast fer nú mjög á að áhorfendur fái að sjá afraksturinn.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent