Jákvæðar niðurstöður af reynsluakstri metanólbíla á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2017 10:00 Bílaflotinn sem er ní í reynsluakstri með metanóli frá Carbon Recycling International. Undanfarið eitt og hálft ár hafa sex bílar sem knúðir eru metanóli verið í reynsluakstri á Íslandi. Um er að ræða bíla af tegundinni Geely Emgrand, en kínverskur framleiðandi þeirra er hluthafi í íslenska hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir vistvænt metanól úr koltvísýringi (CO2) og vetni í verksmiðju sinni við orkuverið í Svartsengi. Í fyrsta áfanga þessara prófana hefur bílunum verið ekið rúmlega 150.000 km. Meðal ökumanna í prófunum metanólbílanna eru, auk starfsfólks CRI, utanaðkomandi álitsgjafar, til að mynda frá Bílgreinasambandinu og Frumherja. Reynsluakstur bílanna er samstarfsverkefni kínverska bílaframleiðandans, CRI og Brimborgar. Nær enginn munur er á notkun metanólbílanna og hefðbundinna bensínbíla, en bílarnir geta ekið á hvorutveggja eldsneytinu. Þar sem metanólið er framleitt úr rafmagni og koltvísýringi veldur notkun þess mun minni losun gróðurhúsalofttegunda í samanburði við sambærilegan bíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu. Dregur úr losun á koltvísýringi og annari mengun Að sögn Ómars Sigurbjörnssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála hjá CRI sem stjórnaði prófununum er samdráttur í losun frá metanólbílunum 70% í samanburði við bensínbíl með sömu eiginleika, þegar tillit er tekið til eyðslu og allra þátta í framleiðslu og dreifingu eldsneytisins. “Losunin er 46 grömm CO2 ígildis á ekinn kílómetra. Þá er bruni metanólsins mun hreinni en ef notað væri bensín, hvað þá dísilolía. Bruni metanóls veldur engri sótmengun, auk þess er það laust við brennistein og krabbameinsvaldandi efnasambönd sem verða til við bruna bensíns og dísils.” Að sögn Ómars er gert ráð fyrir að metanólbílar komi til með að vera samkeppnishæfir við hefðbundna bensínbíla, tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla í innkaupum og rekstri þegar þeir koma á markað hér á landi. “Niðurstöðurnar gefa jákvæð fyrirheit og er CRI ásamt samstarfsaðilum sínum að leggja drög að næstu skrefum” segir Ómar. “Við teljum að hægt sé að draga verulega úr losun frá samgöngum en til þess þarf að horfa til fleiri kosta en rafvæðingar sem tekur fyrst og fremst til minni bíla í þéttýli. Ef ætlunin er að mæta þeim skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir er minni losun frá samgöngum lykilatriði og til þess þarf að taka á öllu samgöngukerfinu, auðvelda ekki bara orkuskiptum fyrir minni einkabíla heldur einnig í stærri farartækjum.” Mikil notkun metanóls á heimamarkaði Geely þróaði bílana fyrir heimamarkað í Kína, þar sem notkun metanóls sem eldsneyti hefur stóraukist á undanförnum árum. Samkvæmt nýlegri rannsókn bandarísku orkustofnunarinnar EIA notuðu kínverjar um 500,000 föt olíuígildis af metanóli á dag sem eldsneyti árið 2016, en það jafngildir meira en 15% af notkun bensíns á sama tíma. Shanghai, sem er fjölmennasta borg landsins og 13 af 23 héröðum í Kína hafa þegar innleitt staðla fyrir blöndur metanóls og bensíns. Algengasta blandan er 15% metanól á móti 85% bensíns. Kínverjar framleiða megnið af því metanóli sem notað er sem eldsneyti og til efnaiðnaðar innlands, úr kolum. CRI vinnur nú með samstarfsaðilum í Kína að því að byggja upp umhverfisvænni framleiðslu með tækninni sem þróuð var hér á landi.Líkir því sem ökumenn eiga að venjastGeely Emgrand 7 bílarnir eru hefðbundnir fjögurra dyra fólksbílar í millistærð. Þeir eru búnir 1800 cc. 127 hestafla vél með rafkveikju sem brennt getur hvortveggja hreinu metanóli eða bensíni. Bílarnir eru búnir tveimur eldsneytistönkum, 50 lítra metanóltanki og 10 lítra bensíntanki. Metanól er fljótandi eldsneyti og því er hægt að dreifa því á hefðbundinni eldsneytisdælu. Vélartölvan í Geely bílunum ræsir á bensíni og skiptir síðan sjálfkrafa yfir á metanól þegar réttu hitastigi vélarinnar er náð, oftast innan örfárra mínútna frá því að bílinn fer í gang. Ástæðan fyrir því að tvær tegundir eldsneytis eru notaðar er að ólíkt bensíni, sem er rokgjarnt efni, er metanól stöðugt við lágt hitastig og gufar hægt upp. Með því að ræsa á rokgjarnara eldsneytinu er komið í veg fyrir vandamál við kaldræsingu. Ökumaður verður ekki var við það þegar bílinn skiptir yfir á annað eldsneyti. Geely vinnur nú að nýrri hönnun þar sem bílarnir verða aðeins búnir metanóltanki og ekki er þörf á að ræsa á bensíni. Bílarnir eru áþekkir Skoda Octavia eða Toyota Corolla að stærð og með ágætu rými fyrir farþega og í farangursgeymslu. Af aukabúnaði í bílunum má nefna leðursæti, snertiskjá í mælaborði, bakkmyndavél og fjarlægðarnema í afturstuðara.Fljótandi eldsneyti úr rafmagni kallar á litlar breytingarMetanól hefur verið notað í akstursíþróttum, s.s. Indy kappakstrinum í Bandaríkjunum og kvartmílukeppni víða um heim, þar á meðal hér á landi. Ólíkt metangasi og vetni þarf ekki breytta aðferð og dýrari tækjabúnað til að geyma og dreifa metanóli á bensínstöðvum. Geely framleiðir metanólbíla sína samhliða bensínbílunum í sömu bílaverksmiðjunum sem dregur úr framleiðslukostnaði. Að sögn Ómars þá er hægt að nota metanól jafnt á hefðbundnar vélar og efnarafala, þar sem metanóli er breytt beint í rafmagn. „Metanól framleitt með aðferð CRI er eitt umhverfisvænsta fljótandi eldsneyti sem völ er á. Það brennur án sótmengunar og hefur háa oktantölu sem gefur möguleika á að hanna léttar og aflmiklar vélar með nýtni umfram hefðbundnar bensín- eða dísilvélar. Við höfum einnig verið í samstarfi við danskan framleiðenda á metanól efnarafölum þar sem okkar eldsneyti hefur verið notað til þess að auka drægi á rafbílum og ferjum sem ganga fyrir rafmagni.“ segir Ómar. Má því segja að framleiðsla á metanóli með raforku og notkun þess í stað bensíns og dísils bjóði upp á rafvæðingu á stærri hluta samgöngukerfisins og í sjávarútvegi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Undanfarið eitt og hálft ár hafa sex bílar sem knúðir eru metanóli verið í reynsluakstri á Íslandi. Um er að ræða bíla af tegundinni Geely Emgrand, en kínverskur framleiðandi þeirra er hluthafi í íslenska hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir vistvænt metanól úr koltvísýringi (CO2) og vetni í verksmiðju sinni við orkuverið í Svartsengi. Í fyrsta áfanga þessara prófana hefur bílunum verið ekið rúmlega 150.000 km. Meðal ökumanna í prófunum metanólbílanna eru, auk starfsfólks CRI, utanaðkomandi álitsgjafar, til að mynda frá Bílgreinasambandinu og Frumherja. Reynsluakstur bílanna er samstarfsverkefni kínverska bílaframleiðandans, CRI og Brimborgar. Nær enginn munur er á notkun metanólbílanna og hefðbundinna bensínbíla, en bílarnir geta ekið á hvorutveggja eldsneytinu. Þar sem metanólið er framleitt úr rafmagni og koltvísýringi veldur notkun þess mun minni losun gróðurhúsalofttegunda í samanburði við sambærilegan bíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu. Dregur úr losun á koltvísýringi og annari mengun Að sögn Ómars Sigurbjörnssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála hjá CRI sem stjórnaði prófununum er samdráttur í losun frá metanólbílunum 70% í samanburði við bensínbíl með sömu eiginleika, þegar tillit er tekið til eyðslu og allra þátta í framleiðslu og dreifingu eldsneytisins. “Losunin er 46 grömm CO2 ígildis á ekinn kílómetra. Þá er bruni metanólsins mun hreinni en ef notað væri bensín, hvað þá dísilolía. Bruni metanóls veldur engri sótmengun, auk þess er það laust við brennistein og krabbameinsvaldandi efnasambönd sem verða til við bruna bensíns og dísils.” Að sögn Ómars er gert ráð fyrir að metanólbílar komi til með að vera samkeppnishæfir við hefðbundna bensínbíla, tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla í innkaupum og rekstri þegar þeir koma á markað hér á landi. “Niðurstöðurnar gefa jákvæð fyrirheit og er CRI ásamt samstarfsaðilum sínum að leggja drög að næstu skrefum” segir Ómar. “Við teljum að hægt sé að draga verulega úr losun frá samgöngum en til þess þarf að horfa til fleiri kosta en rafvæðingar sem tekur fyrst og fremst til minni bíla í þéttýli. Ef ætlunin er að mæta þeim skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir er minni losun frá samgöngum lykilatriði og til þess þarf að taka á öllu samgöngukerfinu, auðvelda ekki bara orkuskiptum fyrir minni einkabíla heldur einnig í stærri farartækjum.” Mikil notkun metanóls á heimamarkaði Geely þróaði bílana fyrir heimamarkað í Kína, þar sem notkun metanóls sem eldsneyti hefur stóraukist á undanförnum árum. Samkvæmt nýlegri rannsókn bandarísku orkustofnunarinnar EIA notuðu kínverjar um 500,000 föt olíuígildis af metanóli á dag sem eldsneyti árið 2016, en það jafngildir meira en 15% af notkun bensíns á sama tíma. Shanghai, sem er fjölmennasta borg landsins og 13 af 23 héröðum í Kína hafa þegar innleitt staðla fyrir blöndur metanóls og bensíns. Algengasta blandan er 15% metanól á móti 85% bensíns. Kínverjar framleiða megnið af því metanóli sem notað er sem eldsneyti og til efnaiðnaðar innlands, úr kolum. CRI vinnur nú með samstarfsaðilum í Kína að því að byggja upp umhverfisvænni framleiðslu með tækninni sem þróuð var hér á landi.Líkir því sem ökumenn eiga að venjastGeely Emgrand 7 bílarnir eru hefðbundnir fjögurra dyra fólksbílar í millistærð. Þeir eru búnir 1800 cc. 127 hestafla vél með rafkveikju sem brennt getur hvortveggja hreinu metanóli eða bensíni. Bílarnir eru búnir tveimur eldsneytistönkum, 50 lítra metanóltanki og 10 lítra bensíntanki. Metanól er fljótandi eldsneyti og því er hægt að dreifa því á hefðbundinni eldsneytisdælu. Vélartölvan í Geely bílunum ræsir á bensíni og skiptir síðan sjálfkrafa yfir á metanól þegar réttu hitastigi vélarinnar er náð, oftast innan örfárra mínútna frá því að bílinn fer í gang. Ástæðan fyrir því að tvær tegundir eldsneytis eru notaðar er að ólíkt bensíni, sem er rokgjarnt efni, er metanól stöðugt við lágt hitastig og gufar hægt upp. Með því að ræsa á rokgjarnara eldsneytinu er komið í veg fyrir vandamál við kaldræsingu. Ökumaður verður ekki var við það þegar bílinn skiptir yfir á annað eldsneyti. Geely vinnur nú að nýrri hönnun þar sem bílarnir verða aðeins búnir metanóltanki og ekki er þörf á að ræsa á bensíni. Bílarnir eru áþekkir Skoda Octavia eða Toyota Corolla að stærð og með ágætu rými fyrir farþega og í farangursgeymslu. Af aukabúnaði í bílunum má nefna leðursæti, snertiskjá í mælaborði, bakkmyndavél og fjarlægðarnema í afturstuðara.Fljótandi eldsneyti úr rafmagni kallar á litlar breytingarMetanól hefur verið notað í akstursíþróttum, s.s. Indy kappakstrinum í Bandaríkjunum og kvartmílukeppni víða um heim, þar á meðal hér á landi. Ólíkt metangasi og vetni þarf ekki breytta aðferð og dýrari tækjabúnað til að geyma og dreifa metanóli á bensínstöðvum. Geely framleiðir metanólbíla sína samhliða bensínbílunum í sömu bílaverksmiðjunum sem dregur úr framleiðslukostnaði. Að sögn Ómars þá er hægt að nota metanól jafnt á hefðbundnar vélar og efnarafala, þar sem metanóli er breytt beint í rafmagn. „Metanól framleitt með aðferð CRI er eitt umhverfisvænsta fljótandi eldsneyti sem völ er á. Það brennur án sótmengunar og hefur háa oktantölu sem gefur möguleika á að hanna léttar og aflmiklar vélar með nýtni umfram hefðbundnar bensín- eða dísilvélar. Við höfum einnig verið í samstarfi við danskan framleiðenda á metanól efnarafölum þar sem okkar eldsneyti hefur verið notað til þess að auka drægi á rafbílum og ferjum sem ganga fyrir rafmagni.“ segir Ómar. Má því segja að framleiðsla á metanóli með raforku og notkun þess í stað bensíns og dísils bjóði upp á rafvæðingu á stærri hluta samgöngukerfisins og í sjávarútvegi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent