Hundruð þúsunda Spánverja vilja banna stofnun sem upphefur einræðisherrann Franco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 22:52 Francisco Franco var einræðisherra á Spáni í 36 ár. vísir/getty Meira en 200 þúsund Spánverjar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að svokölluð Francisco Franco-stofnun verði bönnuð. Undirskriftalistinn var lagður inn hjá spænska þinginu í dag en þeir sem rita nafn sitt á hann vilja að þingið samþykki lög þess efnis að bannað verði að upphefja Franco og valdatíð hans en hann komst til valda eftir blóðuga borgarstyrjöld á 4. áratug síðustu aldar og var einræðisherra á Spáni frá árinu 1939 til 1975. Það sé til dæmis óhugsandi að það væri Hitler-stofnun í Þýskalandi eða Mussolini-stofnun á Ítalíu. „Það er ótrúlegt að lýðræðisríki skuli leyfa stofnun á borð við þessa sem ætlað er að vinna í þágu almennings. [...] Ef þú styrkir þessa stofnun þá færðu skattaafslátt svo stofnunin er óbeint niðurgreidd af hálfu hins opinbera. Fólk má hugsa og tjá sig eins og það vill en ríkið ætti ekki að hjálpa stofnun fjárhagslega sem lofsyngur einræðisherrann opinberlega,“ segir Emilio Silva, stofnandi samtaka sem sækjast eftir réttlæti fyrir fórnarlömb borgarstyrjaldarinnar sem og fórnarlamba einræðisstjórnar Franco. Heiðursforseti Franco-stofnunarinnar er Carmen Franco, dóttir Franco sjálfs, en hún er 91 árs gömul. Stofnunin hefur það yfirlýsta hlutverk að verja gjörðir og arfleið Franco. Þannig hætti til að mynda borgarstjórn Madrídar við það í október síðastliðnum að breyta götuheitum sem voru til heiðurs hetjum einræðisstjórnar Franco eftir að stofnunin kvartaði. 500 þúsund þurfa að skrifa undir áskorunina til spænska þingsins til þess að neðri deild þess íhugi að semja frumvarp vegna málsins. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Meira en 200 þúsund Spánverjar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að svokölluð Francisco Franco-stofnun verði bönnuð. Undirskriftalistinn var lagður inn hjá spænska þinginu í dag en þeir sem rita nafn sitt á hann vilja að þingið samþykki lög þess efnis að bannað verði að upphefja Franco og valdatíð hans en hann komst til valda eftir blóðuga borgarstyrjöld á 4. áratug síðustu aldar og var einræðisherra á Spáni frá árinu 1939 til 1975. Það sé til dæmis óhugsandi að það væri Hitler-stofnun í Þýskalandi eða Mussolini-stofnun á Ítalíu. „Það er ótrúlegt að lýðræðisríki skuli leyfa stofnun á borð við þessa sem ætlað er að vinna í þágu almennings. [...] Ef þú styrkir þessa stofnun þá færðu skattaafslátt svo stofnunin er óbeint niðurgreidd af hálfu hins opinbera. Fólk má hugsa og tjá sig eins og það vill en ríkið ætti ekki að hjálpa stofnun fjárhagslega sem lofsyngur einræðisherrann opinberlega,“ segir Emilio Silva, stofnandi samtaka sem sækjast eftir réttlæti fyrir fórnarlömb borgarstyrjaldarinnar sem og fórnarlamba einræðisstjórnar Franco. Heiðursforseti Franco-stofnunarinnar er Carmen Franco, dóttir Franco sjálfs, en hún er 91 árs gömul. Stofnunin hefur það yfirlýsta hlutverk að verja gjörðir og arfleið Franco. Þannig hætti til að mynda borgarstjórn Madrídar við það í október síðastliðnum að breyta götuheitum sem voru til heiðurs hetjum einræðisstjórnar Franco eftir að stofnunin kvartaði. 500 þúsund þurfa að skrifa undir áskorunina til spænska þingsins til þess að neðri deild þess íhugi að semja frumvarp vegna málsins.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira