Uppfærsla á glæpaforriti Davíð Bergmann skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Bergmann Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar