Aston Martin hagnast fyrsta sinni frá 2010 Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 11:03 Aston Martin DB11 er bíllinn sem mestan þátt hefur átt í hagnaði Aston Martin nú. Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Það hafa verið magrir tímar hjá breska bílasmiðnum Aston Martin síðustu 7 árin og viðvarandi taprekstur af bílasmíði þeirra allar götur frá árinu 2010. Nú eru hinsvegar bjartari tímar hjá Aston Martin því fyrirtækið skilaði hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins uppá 22 milljónir punda, eða ríflega 3 milljarða króna og búist er við því að sú tala muni hækka er árið er á enda. Það er helst mikil eftirspurn eftir hinum nýja DB11 sportbíl sem skapað hefur hagnað Aston Martin á árinu. Aston Martin er að mestu í eigu fjárfesta frá Ítalíu og Kuwait. Vöxtur í sölu Aston Martin var 65% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins og seldi fyrirtækið á þeim tíma 3.330 bíla. Í fyrra nam tapið af rekstri Aston Martin rúmlega 17 milljörðum króna. Aston Martin stefnir á 7.000 bíla sölu árið 2019 sem myndi þá nema um 58% vexti í sölu frá árinu í ár. Einn liður í því er framleiðsla fyrsta jeppa Aston Martin sem fá mun nafnið DBX.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent