Hafa skipt út öllum vörðum sín megin við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:53 Hermenn Norður-Kóreu á sameiginlega öryggissvæðinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri hafi skipt út öllum landamæravörðum sínum á sameiginlegu öryggissvæði á landamærum ríkjanna. Það hafi verið gert eftir að hermanni Norður-Kóreu tókst að flýja yfir landamærin á hlaupum og undir skothríð félaga sinna.Heimildarmaður Yonhap fréttaveitunnar innan leyniþjónustu Suður-Kóreu segir mögulegt að foringjum herdeildarinnar sem sjái um landamæravörsluna hafi verið refsað.Sameinuðu þjóðirnar segja að hermenn Norður-Kóreu hafi rofið vopnahléssamkomulag ríkjanna þegar atvikið átti sér stað þann 13. nóvember. Einn hermaður hljóp á eftir flóttamanninum yfir landamærin áður en hann áttaði sig á því og sneri við og nokkrir hermenn skutu yfir landamærin. Flóttamaðurinn var særður fimm sinnum og var í alvarlegu ástandi.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÁ sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna standa hermenn Norður- og Suður-Kóreu nánast andspænis hvorum öðrum og svæðið er mjög víggirt. Talið er að þetta sé í einungis þriðja sinn sem einhverjum tekst að flýja yfir landamæri á öryggissvæðinu síðan samið var um vopnahlé árið 1953. Í frétt Yonhap segir að aðgengi að öryggissvæðinu úr norðri hafi verið hert og náið sé fylgst með öllum þeim sem fari þangað Norður-Kóreumegin. Sex hermenn frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa fengið viðurkenningu fyrir að hafa skriðið að landamærunum og bjargað flóttamanninum, þar sem hann lá alvarlega særður skammt frá þeim. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndirSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri hafi skipt út öllum landamæravörðum sínum á sameiginlegu öryggissvæði á landamærum ríkjanna. Það hafi verið gert eftir að hermanni Norður-Kóreu tókst að flýja yfir landamærin á hlaupum og undir skothríð félaga sinna.Heimildarmaður Yonhap fréttaveitunnar innan leyniþjónustu Suður-Kóreu segir mögulegt að foringjum herdeildarinnar sem sjái um landamæravörsluna hafi verið refsað.Sameinuðu þjóðirnar segja að hermenn Norður-Kóreu hafi rofið vopnahléssamkomulag ríkjanna þegar atvikið átti sér stað þann 13. nóvember. Einn hermaður hljóp á eftir flóttamanninum yfir landamærin áður en hann áttaði sig á því og sneri við og nokkrir hermenn skutu yfir landamærin. Flóttamaðurinn var særður fimm sinnum og var í alvarlegu ástandi.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÁ sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna standa hermenn Norður- og Suður-Kóreu nánast andspænis hvorum öðrum og svæðið er mjög víggirt. Talið er að þetta sé í einungis þriðja sinn sem einhverjum tekst að flýja yfir landamæri á öryggissvæðinu síðan samið var um vopnahlé árið 1953. Í frétt Yonhap segir að aðgengi að öryggissvæðinu úr norðri hafi verið hert og náið sé fylgst með öllum þeim sem fari þangað Norður-Kóreumegin. Sex hermenn frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa fengið viðurkenningu fyrir að hafa skriðið að landamærunum og bjargað flóttamanninum, þar sem hann lá alvarlega særður skammt frá þeim. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndirSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat.
Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira