Stefnir allt í kosningar í Þýskalandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reynir enn að mynda meirihlutastjórn þar í landi þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokks hennar, Kristilegra demókrata, við Frjálslynda demókrata og Græningja. Forsetinn Frank-Walter Steinmeier hefur fundað með formönnum allra flokka á þingi í von um að leysa úr stjórnarkreppunni sem upp er komin en eina mögulega meirihlutamynstrið fyrir utan það sem nefnt var hér á undan er samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Flokkarnir unnu saman á síðasta kjörtímabili. Reyndar væri mögulegt að mynda meirihluta með aðkomu þjóðernishyggjuflokksins AfD en aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD þannig að sá möguleiki þykir ekki líklegur. Jafnaðarmenn vilja hins vegar ekki vinna aftur með Kristilegum demókrötum. Flokkurinn missti fylgi í nýafstöðnum kosningum og kanslaraefnið Martin Schulz hefur sagt að kjósendur hafi hafnað Stórbandalaginu svokallaða. „Við erum ekki eitthvert neyðaruppfyllingarefni fyrir Merkel,“ sagði Andrea Nahles, formaður þingflokks Jafnaðarmanna, í gær. Því er ólíklegt að Merkel takist að mynda meirihlutastjórn. Þá er því haldið fram að henni þyki minnihlutastjórnir ekki koma til greina og líklegt er því að boðað verði til kosninga á ný. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Steinmeier segir flokkunum að halda viðræðum áfram Forseti Þýskalands hyggst ræða við fulltrúa þýsku stjórnmálaflokkanna á næstu dögum. 20. nóvember 2017 14:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reynir enn að mynda meirihlutastjórn þar í landi þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokks hennar, Kristilegra demókrata, við Frjálslynda demókrata og Græningja. Forsetinn Frank-Walter Steinmeier hefur fundað með formönnum allra flokka á þingi í von um að leysa úr stjórnarkreppunni sem upp er komin en eina mögulega meirihlutamynstrið fyrir utan það sem nefnt var hér á undan er samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Flokkarnir unnu saman á síðasta kjörtímabili. Reyndar væri mögulegt að mynda meirihluta með aðkomu þjóðernishyggjuflokksins AfD en aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD þannig að sá möguleiki þykir ekki líklegur. Jafnaðarmenn vilja hins vegar ekki vinna aftur með Kristilegum demókrötum. Flokkurinn missti fylgi í nýafstöðnum kosningum og kanslaraefnið Martin Schulz hefur sagt að kjósendur hafi hafnað Stórbandalaginu svokallaða. „Við erum ekki eitthvert neyðaruppfyllingarefni fyrir Merkel,“ sagði Andrea Nahles, formaður þingflokks Jafnaðarmanna, í gær. Því er ólíklegt að Merkel takist að mynda meirihlutastjórn. Þá er því haldið fram að henni þyki minnihlutastjórnir ekki koma til greina og líklegt er því að boðað verði til kosninga á ný.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22 Steinmeier segir flokkunum að halda viðræðum áfram Forseti Þýskalands hyggst ræða við fulltrúa þýsku stjórnmálaflokkanna á næstu dögum. 20. nóvember 2017 14:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand í gærkvöldi. 20. nóvember 2017 11:22
Steinmeier segir flokkunum að halda viðræðum áfram Forseti Þýskalands hyggst ræða við fulltrúa þýsku stjórnmálaflokkanna á næstu dögum. 20. nóvember 2017 14:34