Þessi er sneggri en Tesla Roadster Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 09:29 XING Mobility rafmagnsbíllinn er hlaðinn orku, raforku. Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent