Frestun skýrslu Hannesar ekkert með afmæli Davíðs að gera Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2017 15:21 Hannes segir ekkert hasta með skýrsluna, hún er til athugunar hjá þeim sem við sögu koma og þá mun mál Geirs og bækur Jóhönnu og Brown hafa áhrif á skýrsluna. En, afmæli Davíðs kemur þessu ekkert við. Útkoma margumræddrar skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um bankahrunið, sú sem Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra pantaði hjá Hannesi fyrir tíu milljónir króna, frestast enn. Hannes greindi sjálfur frá því í pistli á Pressunni þar sem segir: „Mér hefur ólíkt RÚV ekki fundist liggja neitt á, svo að ég ákvað að taka tillit til þeirra, en miða þá við tímann fram til 16. janúar. Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.“Hláleg kenning Marðar Mörður Árnason íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður vill setja þessa dagsetningu í samhengi við það að 17. janúar á Davíð Oddsson afmæli.En eins og þeir vita sem fylgst hafa með stjórnmálum er Davíð í hávegum hafður í bókum Hannesar. Svo það sé varlega orðað. Hannesi var skemmt þegar Vísir bar þessa kenningu undir hann. Taldi þetta til marks um frjótt ímyndunarafl og skáldagáfu. Ástæðan sé einfaldlega sú að 16. nóvember hafi hann tekið ákvörðun um að rétt væri að bera ýmis atriði undir þá sem við sögu koma í skýrslunni. Að þeim gæfist kostur á að setja fram athugasemdir og ekki síður leiðréttingar. Mánuður hefði kannski verið hæfilegt en það væri ekki heppilegt að senda skýrsluna frá sér 16. desember, það hlyti hver maður að sjá og tveir mánuðir væru ríflegur og góður tími. Sem er einmitt 16. janúar. Hins vegar væri það, vel að merkja, sá frestur sem menn hefðu til að koma á framfæri leiðréttingum. En, það segði í sjálfu sér ekkert til um hvort skýrslan kæmi út akkúrat þá.Vill ekki segja hversu margir eru með skýrsluna til umfjöllunar Frestunin hefur sem sagt ekkert með það að gera að Davíð á afmæli og ekki heldur það sem flogið hefur fyrir, að Hannes vilji ekki senda skýrsluna frá sér fyrr en eftir að stjórn hafi verið mynduð. Hannesi þykir slíkar kenningar fráleitar. Hannes vill ekki, þrátt fyrir að hafa verið inntur eftir því nokkrum sinnum, greina frá því hversu margir þetta eru sem eru með skýrsluna nú til yfirlestrar. „Ég hef ekki tölu á þeim.“ En, það væru meðal annars Bretar sem við sögu koma, en skýrslan fjallar um það hvernig alþjóðasamfélagið, ekki síst Bretar, komu fram við Íslendinga: „Skyldu þá eftir á köldum klaka,“ að sögn Hannesar.Niðurstaða í máli Geirs mun hafa áhrif á skýrslunaHannes segir spurður einnig ætla að líta til þess hvernig dómur fellur fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu í máli Geirs H. Haarde sendiherra í Washington á hendur íslenska ríkinu. Geir var sakfelldur í Landsdómi fyrir að halda ekki ráðherrafundi þegar ljóst mátti verða í hvað stefndi með fjármálahrunið í október 2008. Landsdómur segir hann sekan um vanrækslu, hann hefði getað stuðlað að minna tjóni sem hlaust af falli bankanna með því að marka pólitíska stefnu. Þó Geir hafi ekki verið dæmdur til neinnar refsingar hefur hann ekki viljað una þessu og skaut málinu til Evrópu. Hannes telur ekki ólíklegt að þessi dómur kunni að hafa áhrifa á það hvernig skýrslan verður. Dóms í máli Geirs er að vænta nú á fimmtudag. „Þetta er eitt af því sem ég taldi að skipti máli, ég myndi segja það. Þá voru líka að koma út endurminningar Gordons Brown og endurminningar Jóhönnu Sigurðardóttir, reyni að fylgjast með því sem fram kemur um þessi mál.“ Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Prófessorinn er búinn að senda rannsókn sína á bankahruninu í yfirlestur. Kostnaður hefur ekki aukist þrátt fyrir miklar tafir. 21. júní 2017 11:00 Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“ Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúja "innan tíðar“. 27. október 2017 10:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Útkoma margumræddrar skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um bankahrunið, sú sem Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra pantaði hjá Hannesi fyrir tíu milljónir króna, frestast enn. Hannes greindi sjálfur frá því í pistli á Pressunni þar sem segir: „Mér hefur ólíkt RÚV ekki fundist liggja neitt á, svo að ég ákvað að taka tillit til þeirra, en miða þá við tímann fram til 16. janúar. Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.“Hláleg kenning Marðar Mörður Árnason íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður vill setja þessa dagsetningu í samhengi við það að 17. janúar á Davíð Oddsson afmæli.En eins og þeir vita sem fylgst hafa með stjórnmálum er Davíð í hávegum hafður í bókum Hannesar. Svo það sé varlega orðað. Hannesi var skemmt þegar Vísir bar þessa kenningu undir hann. Taldi þetta til marks um frjótt ímyndunarafl og skáldagáfu. Ástæðan sé einfaldlega sú að 16. nóvember hafi hann tekið ákvörðun um að rétt væri að bera ýmis atriði undir þá sem við sögu koma í skýrslunni. Að þeim gæfist kostur á að setja fram athugasemdir og ekki síður leiðréttingar. Mánuður hefði kannski verið hæfilegt en það væri ekki heppilegt að senda skýrsluna frá sér 16. desember, það hlyti hver maður að sjá og tveir mánuðir væru ríflegur og góður tími. Sem er einmitt 16. janúar. Hins vegar væri það, vel að merkja, sá frestur sem menn hefðu til að koma á framfæri leiðréttingum. En, það segði í sjálfu sér ekkert til um hvort skýrslan kæmi út akkúrat þá.Vill ekki segja hversu margir eru með skýrsluna til umfjöllunar Frestunin hefur sem sagt ekkert með það að gera að Davíð á afmæli og ekki heldur það sem flogið hefur fyrir, að Hannes vilji ekki senda skýrsluna frá sér fyrr en eftir að stjórn hafi verið mynduð. Hannesi þykir slíkar kenningar fráleitar. Hannes vill ekki, þrátt fyrir að hafa verið inntur eftir því nokkrum sinnum, greina frá því hversu margir þetta eru sem eru með skýrsluna nú til yfirlestrar. „Ég hef ekki tölu á þeim.“ En, það væru meðal annars Bretar sem við sögu koma, en skýrslan fjallar um það hvernig alþjóðasamfélagið, ekki síst Bretar, komu fram við Íslendinga: „Skyldu þá eftir á köldum klaka,“ að sögn Hannesar.Niðurstaða í máli Geirs mun hafa áhrif á skýrslunaHannes segir spurður einnig ætla að líta til þess hvernig dómur fellur fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu í máli Geirs H. Haarde sendiherra í Washington á hendur íslenska ríkinu. Geir var sakfelldur í Landsdómi fyrir að halda ekki ráðherrafundi þegar ljóst mátti verða í hvað stefndi með fjármálahrunið í október 2008. Landsdómur segir hann sekan um vanrækslu, hann hefði getað stuðlað að minna tjóni sem hlaust af falli bankanna með því að marka pólitíska stefnu. Þó Geir hafi ekki verið dæmdur til neinnar refsingar hefur hann ekki viljað una þessu og skaut málinu til Evrópu. Hannes telur ekki ólíklegt að þessi dómur kunni að hafa áhrifa á það hvernig skýrslan verður. Dóms í máli Geirs er að vænta nú á fimmtudag. „Þetta er eitt af því sem ég taldi að skipti máli, ég myndi segja það. Þá voru líka að koma út endurminningar Gordons Brown og endurminningar Jóhönnu Sigurðardóttir, reyni að fylgjast með því sem fram kemur um þessi mál.“
Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Prófessorinn er búinn að senda rannsókn sína á bankahruninu í yfirlestur. Kostnaður hefur ekki aukist þrátt fyrir miklar tafir. 21. júní 2017 11:00 Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“ Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúja "innan tíðar“. 27. október 2017 10:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00
Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Prófessorinn er búinn að senda rannsókn sína á bankahruninu í yfirlestur. Kostnaður hefur ekki aukist þrátt fyrir miklar tafir. 21. júní 2017 11:00
Gerð skýrslu Hannesar lýkur „innan tíðar“ Gerð skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins mun ljúja "innan tíðar“. 27. október 2017 10:40