Hermaðurinn vaknaður og horfir á suðurkóreskar kvikmyndir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:27 Hermaðurinn fluttur á sjúkrahús í Seoul. Vísir/EPA Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin. Norður-Kórea Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hermaður sem var skotinn á flótta yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu er kominn aftur til meðvitundar. Hann er ekki lengur í lífshættu og eitt af því fyrsta sem hann bað um var að fá að horfa á sjónvarp. Hermaðurinn ver nú tíma sínum á sjúkrahúsi í Seoul við að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir. Ekki er enn búið að nafngreina hermanninn, en samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar gekkst hann undir tvær umfangsmiklar aðgerðir vegna sára sinna. Hann var skotinn fimm eða sex sinnum í olnbogann, öxlina og kviðinn af mönnum sem höfðu verið félagar hans í norðurkóreska hernum nokkrum sekúndum áður.Sjá einnig: Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærinÍ samtali við Yonhap segir ónafngreindur embættismaður að hermaðurinn þjáist af miklum kvíða eftir flóttann og sársauka vegna sára sinna. Til að eiga við kvíðann og sannfæra manninn um að honum hafi tekist að komast til Suður-Kóreu hefur fáni landsins verið hengdur upp í herbergi hans. Þegar læknar komu höndum yfir hermanninn kom í ljós að hann urmull sníkjudýra héldu til í líkama hans. Þar á meðal um 27 sentímetra langur hringormur.Sjá einnig: Urmull sníkjudýra fannst í hermanni frá Norður-KóreuSérfræðingar segja það til marks um slæmt ástand heilbrigðiskerfis Norður-Kóreu. Fundur sníkjudýranna þykir einnig gefa vísbendingar um að hungursneyð ríki í landinu. Sérstaklega með tilliti til þess að hermenn Norður-Kóreu hafa yfirleitt verið fyrstir í röðinni þegar kemur að mat. Yfirvöld Norður-Kóreu verja miklu af fjármagni sínu í her ríkisins og sömuleiðis í uppbyggingu kjarnorkuvopna og eldflauga. Það er sagt koma niður á matvælakaupum fyrir íbúa landsins.Margir af þeim sem flýja frá Norður-Kóreu eru með sníkjudýr í meltingarvegi sínum. Það má að vissu leyti rekja til þess að Norður-kórea hefur verulega takmarkaðan aðgang að áburði. Samkvæmt frétt Washington Post notast landbúnaður ríkisins þess í stað við mikið af saur úr mönnum, sem auðvelt er að nálgast. Slík notkun saurs getur ýtt verulega undir dreifingu sníkjudýra.Ekki hefur enn verið rætt við hermanninn sem flúði og er búist við að það verði gert í vikunni. Til skoðunar er að birta upptökur af flótta mannsins yfir landamærin.
Norður-Kórea Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira