Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 08:45 Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamanninn Charlie Rose um kynferðislega áreitni. Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra. Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra.
Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07