Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 08:45 Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamanninn Charlie Rose um kynferðislega áreitni. Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra. Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra.
Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07