Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 08:45 Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamanninn Charlie Rose um kynferðislega áreitni. Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra. Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fréttamaðurinn Charlie Rose hefur verið látinn fara um óákveðinn tíma frá CBS stöðinni þar sem hann hefur verið fréttamaður hjá 60 mínútum og einnig séð um morgunþáttinn CBS This Morning frá árinu 2012. Þessi ákvörðun er tekin eftir að Washington Post greindi í gær frá ásökunum átta kvenna um kynferðislega áreitni. Talsmaður CBS frétta sagði í tilkynningu til Washington Post: „Charlie Rose hefur verið leystur frá störfum samstundis á meðan við skoðum málið. Þessar ásakanir eru hræðilegar og við tökum þær mjög alvarlega.“ Bloomberg Television sem tekur upp og endursýnir þættina Charlie Rose hefur tekið þáttinn af dagskrá. PBS ætlar einnig að hætta að sýna þættina hans en þeir hafa verið í sýningu á PBS stöðinni frá árinu 1991. „PBS fjármagnar ekki þennan næturþátt eða stýrir framleiðslunni en við ætlumst til þess að framleiðendur okkar bjóði upp á vinnustað þar sem fólk upplifir öryggi og komið er fram við það með virðingu og sæmd.“ Nakinn í kringum konurnar Rose sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hafi verið óviðeigandi. Hann efast þó um að allar ásakanir kvennanna eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Ég hélt alltaf að ég væri að eltast við sameiginlegar tilfinningar þó að ég geri mér nú grein fyrir að mér skjátlaðist,“ segir Rose sem er 75 ára gamall og fullyrðir að hann hafi öðlast nýja og djúpa virðingu fyrir konum og lífi þeirra. Þrjár kvennanna koma fram undir nafni en hinar þorðu því ekki, af ótta við Rose og hans áhrif innan fjölmiðlaheimsins í Bandaríkjunum. Rose hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín sem blaðamaður. Má þar nefna að fyrir viðtal sitt við Bashar al-Assad árið 2013 fékk hann bæði Emmy og Peabody verðlaun. Árið 2015 fékk hann svo verðlaunin Walter Cronkite Excellence in Journalism Award. Konurnar átta unnu fyrir eða sóttust eftir vinnu við samnefndan sjónvarpsþátt Charlie Rose frá seinni hluta 10. áratugarins til 2011. Þær voru á aldrinum 21 til 37 ára þegar atvikin sem þær lýsa áttu sér stað. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að konurnar lýsi grófum símtölum, hann hafi verið nakinn í kringum þær og meðal annars gripið í brjóst, afturenda og kynfæri þeirra.
Bandaríkin MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fréttamaður 60 mínútna sakaður um kynferðislega áreitni Charlie Rose káfaði á konum, hringdi í þær og lýsti kynferðislegum órum sínum og gekk um nakinn fyrir framan þær. 20. nóvember 2017 22:07
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent