Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 23-28 | Valsmenn á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2017 21:30 Ásgeir Snær Vignisson sækir að marki Aftureldingar Vísir/eyþór Valur komst á topp Olís-deildar karla þegar liðið vann 23-28 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Sterkur varnarleikur og frábær markvarsla Sigurðar Ingibergs Ólafssonar lagði grunninn að sigri Valsmanna. Gestirnir voru alltaf með undirtökin ef frá er talinn kafli seint í fyrri hálfleik þegar heimamenn spiluðu hörkuvörn og komust yfir, 10-9. Valur skoraði hins vegar síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik því 10-12. Valsmenn þéttu vörnina enn frekar í seinni hálfleik og Mosfellingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Valur var alltaf skrefinu á undan og vann á endanum fimm marka sigur, 23-28. Afturelding, sem var búin að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn í kvöld, er áfram í 9. sæti deildarinnar.Af hverju vann Valur? Valsmenn spiluðu dúndur vörn og Sigurður Ingiberg var í miklum ham þar fyrir aftan. Mosfellingar fundu svar við varnarleik Valsmanna seinni hlutann í fyrri hálfleik en Valsmenn skelltu í lás í upphafi þess seinni og byggðu þá upp forskot sem þeir héldu út leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Ingiberg var frábær í marki Vals og varði 17 skot, eða 44% þeirra skota sem hann fékk á. Alexander Örn Júlíusson og Ýmir Örn Gíslason voru gríðarlega öflugir í miðri vörn Vals og sá síðarnefndi skoraði einnig fimm mörk og fiskaði fjögur víti. Ásgeir Snær Vignisson átti góða innkomu í seinni hálfleik og Magnús Óli Magnússon átti flotta kafla. Elvar Ásgeirsson var besti leikmaður Aftureldingar í leiknum í kvöld. Hann skoraði sjö mörk. Árni Bragi Eyjólfsson fór í gang í seinni hálfleik og endaði með sex mörk. Lárus Helgi Ólafsson átti líka ágætis leik í markinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar var mjög stirður lengst af. Liðið var án þriggja örvhentra leikmanna í kvöld og mátti illa við því. Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk af línunni en heimamenn hefðu mátt vera duglegri að finna hann.Hvað gerist næst? Mosfellingar fara til Eyja og mæta B-liði ÍBV annað kvöld. Næsti leikur þeirra í Olís-deildinni er hins vegar gegn ÍR eftir viku. Valur á ekki leik fyrr en næsta mánudag en þá mætir liðið Haukum á heimavelli. Ljósmyndari Vísis, Eyþór Árnason, var í Mosfellsbæ í kvöld og tók myndirnar í fréttinni.Afturelding: Elvar Ásgeirsson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Mikk Pinnonen 4, Einar Ingi Hrafnsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 1, Bjarki Þór Kristinsson 1Valur: Anton Rúnarsson 8, Magnús Óli Magnússon 6, Ásgeir Snær Vignisson 4, Ýmir Örn Gíslason 4, Vignir Stefánsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ryuto Inage 1Vísir/eyþórGuðlaugur: Svona á að svara fyrir sig „Heilt yfir er ég ánægður með leikinn. Við spiluðum stöðugan og heilsteyptan leik í kvöld. Ég er nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu góðu forskoti. „Við spiluðum góða vörn í byrjun beggja hálfleika. Við brutum mikið og Siggi [Ingiberg Ólafsson, markvörður Vals] kom með okkur. Við bökkuðum aðeins í vörninni um miðbik fyrri hálfleik og þá komust þeir betur á okkur. En heilt yfir er ánægður með varnarleikinn,“ sagði Guðlaugur. „Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á leiknum frá byrjun. Strákarnir voru vel stemmdir og fylgdu skipulagi allan tímann.“ Valur steinlá fyrir FH í 7. umferð en hefur núna unnið þrjá leiki í röð. „Svona viljum við svara fyrir okkur. Við vorum ósáttir með okkur í leiknum á móti FH en höfum sýnt mikinn karakter síðan, bæði á æfingum og í leikjum. Það er það sem skiptir máli,“ sagði Guðlaugur að lokum. Vísir/eyþórEinar Andri: Áttum að vera yfir í hálfleikEinar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði sína menn hafa spilað fyrri hálfleikinn gegn Val nokkuð vel en sá seinni hafi ekki verið nógu góður. „Svona skömmu eftir leik er erfitt að meta hann. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en brenndum af vítum og öðrum góðum færum. Mér fannst við eiga að vera yfir í hálfleik,“ sagði Einar Andri eftir leik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og ég er mjög ósáttur við síðustu 10-12 mínúturnar. Þær voru virkilega slakar.“ Vörn Aftureldingar var lengst af góð í leiknum í kvöld en það sama verður ekki sagt um sóknina. „Við fórum með þrjú víti og dauðafæri. Stundum er sókninni kennt um en færin eru til staðar. Kannski var þetta lélegra en ég geri mér grein fyrir núna,“ sagði Einar Andri. Þjálfarinn hefði viljað sjá sína menn ná fleiri hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við vorum alltof lengi upp völlinn. Við vorum að spá í síðustu vörn í staðinn fyrir að fara upp völlinn og koma okkur í betri stöður,“ sagði Einar Andri að endingu.vísir/eyþór Olís-deild karla
Valur komst á topp Olís-deildar karla þegar liðið vann 23-28 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Sterkur varnarleikur og frábær markvarsla Sigurðar Ingibergs Ólafssonar lagði grunninn að sigri Valsmanna. Gestirnir voru alltaf með undirtökin ef frá er talinn kafli seint í fyrri hálfleik þegar heimamenn spiluðu hörkuvörn og komust yfir, 10-9. Valur skoraði hins vegar síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik því 10-12. Valsmenn þéttu vörnina enn frekar í seinni hálfleik og Mosfellingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Valur var alltaf skrefinu á undan og vann á endanum fimm marka sigur, 23-28. Afturelding, sem var búin að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn í kvöld, er áfram í 9. sæti deildarinnar.Af hverju vann Valur? Valsmenn spiluðu dúndur vörn og Sigurður Ingiberg var í miklum ham þar fyrir aftan. Mosfellingar fundu svar við varnarleik Valsmanna seinni hlutann í fyrri hálfleik en Valsmenn skelltu í lás í upphafi þess seinni og byggðu þá upp forskot sem þeir héldu út leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Ingiberg var frábær í marki Vals og varði 17 skot, eða 44% þeirra skota sem hann fékk á. Alexander Örn Júlíusson og Ýmir Örn Gíslason voru gríðarlega öflugir í miðri vörn Vals og sá síðarnefndi skoraði einnig fimm mörk og fiskaði fjögur víti. Ásgeir Snær Vignisson átti góða innkomu í seinni hálfleik og Magnús Óli Magnússon átti flotta kafla. Elvar Ásgeirsson var besti leikmaður Aftureldingar í leiknum í kvöld. Hann skoraði sjö mörk. Árni Bragi Eyjólfsson fór í gang í seinni hálfleik og endaði með sex mörk. Lárus Helgi Ólafsson átti líka ágætis leik í markinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar var mjög stirður lengst af. Liðið var án þriggja örvhentra leikmanna í kvöld og mátti illa við því. Einar Ingi Hrafnsson skoraði þrjú mörk af línunni en heimamenn hefðu mátt vera duglegri að finna hann.Hvað gerist næst? Mosfellingar fara til Eyja og mæta B-liði ÍBV annað kvöld. Næsti leikur þeirra í Olís-deildinni er hins vegar gegn ÍR eftir viku. Valur á ekki leik fyrr en næsta mánudag en þá mætir liðið Haukum á heimavelli. Ljósmyndari Vísis, Eyþór Árnason, var í Mosfellsbæ í kvöld og tók myndirnar í fréttinni.Afturelding: Elvar Ásgeirsson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Mikk Pinnonen 4, Einar Ingi Hrafnsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 1, Bjarki Þór Kristinsson 1Valur: Anton Rúnarsson 8, Magnús Óli Magnússon 6, Ásgeir Snær Vignisson 4, Ýmir Örn Gíslason 4, Vignir Stefánsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ryuto Inage 1Vísir/eyþórGuðlaugur: Svona á að svara fyrir sig „Heilt yfir er ég ánægður með leikinn. Við spiluðum stöðugan og heilsteyptan leik í kvöld. Ég er nokkuð sáttur með þetta,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu góðu forskoti. „Við spiluðum góða vörn í byrjun beggja hálfleika. Við brutum mikið og Siggi [Ingiberg Ólafsson, markvörður Vals] kom með okkur. Við bökkuðum aðeins í vörninni um miðbik fyrri hálfleik og þá komust þeir betur á okkur. En heilt yfir er ánægður með varnarleikinn,“ sagði Guðlaugur. „Mér fannst við hafa nokkuð góð tök á leiknum frá byrjun. Strákarnir voru vel stemmdir og fylgdu skipulagi allan tímann.“ Valur steinlá fyrir FH í 7. umferð en hefur núna unnið þrjá leiki í röð. „Svona viljum við svara fyrir okkur. Við vorum ósáttir með okkur í leiknum á móti FH en höfum sýnt mikinn karakter síðan, bæði á æfingum og í leikjum. Það er það sem skiptir máli,“ sagði Guðlaugur að lokum. Vísir/eyþórEinar Andri: Áttum að vera yfir í hálfleikEinar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði sína menn hafa spilað fyrri hálfleikinn gegn Val nokkuð vel en sá seinni hafi ekki verið nógu góður. „Svona skömmu eftir leik er erfitt að meta hann. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en brenndum af vítum og öðrum góðum færum. Mér fannst við eiga að vera yfir í hálfleik,“ sagði Einar Andri eftir leik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og ég er mjög ósáttur við síðustu 10-12 mínúturnar. Þær voru virkilega slakar.“ Vörn Aftureldingar var lengst af góð í leiknum í kvöld en það sama verður ekki sagt um sóknina. „Við fórum með þrjú víti og dauðafæri. Stundum er sókninni kennt um en færin eru til staðar. Kannski var þetta lélegra en ég geri mér grein fyrir núna,“ sagði Einar Andri. Þjálfarinn hefði viljað sjá sína menn ná fleiri hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við vorum alltof lengi upp völlinn. Við vorum að spá í síðustu vörn í staðinn fyrir að fara upp völlinn og koma okkur í betri stöður,“ sagði Einar Andri að endingu.vísir/eyþór