Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2017 11:22 Eiríkur Bergmann segir stöðu Angelu Merkel Þýskalandskanslara vera umtalsvert þrengri en í gær. Hún hafi þó nokkra leiki í stöðunni. „Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
„Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira