Sjá til enda en ætluðu að vera komin lengra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 11:03 Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðla fyrir fund formannanna í morgun. Vísir/Ernir Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bjuggust við að vera komin lengra í stjórnarmyndunarviðræðum á þessum tíma en raunin er. Þau segja biðina útskýrast af því að þau vilji vanda til verka. Fundur þeirra Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar hófst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í morgun. Þau segja að fundir með sérfræðingum í samfélaginu hafi reynst gagnlegir og að vonandi verði komin niðurstaða í viðræðurnar í næstu viku. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau hafi ætlað sér að vera komin lengra í viðræðunum en að viðræðurnar taki sinn tíma. Hann vonar að botn komist í viðræðurnar um helgina eða í byrjun næstu viku. Hann segist bjartsýnn á að flokkunum þremur takist að mynda ríkisstjórn. Aðspurður hvort að einhver stór mál sem séu óútkljáð í viðræðunum segist Bjarni að svo sé ekki. „Ég get ekki sagt að það sé eitthvað eitt sem kemur upp í hugann en það eru auðvitað öll mál sem menn vilja setja í stjórnarsáttmála sem skipta máli þannig að við vonum bara að allir sýni því skilning að þetta þarf sinn tíma.“Eruð þið öll á sömu blaðsíðu? „Já, ágætlega. Það vita allir að flokkarnir hafa ólíkar áherslur en ég hef talað um það í meira en ár að það séu sérstakar aðstæður uppi núna. Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til að nýta þær einstöku aðstæður til að byggja upp landið og ná árangri í átt að betri lífskjörum. Það má bara einfaldlega ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifæri glatist hér í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla. það er til að ná utan um þessa stöðu sem við höfum sest hérna saman. Ég hef mikla trú á því að það geti skilað miklum árangri.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænnaVísir/ErnirFundirnir reynst gagnlegir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að formennirnir ætli að kalla fleiri sérfræðinga á sinn fund til að ræða mál sem liggja fyrir næstu ríkisstjórn. Þau hafa þegar fundað með fulltrúum úr atvinnulífinu og Landlækni. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir, því það liggur fyrir til að mynda varðandi vinnumarkaðinn að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það sé möguleiki að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við,“ segir Katrín. „Við eigum eftir að hitta fleiri þannig að við erum að gefa okkur ákveðinn tíma til þess að vanda okkur. Þannig að þetta þarf bara að taka þann tíma sem það þarf.“Búist þið við því að klára þessar viðræður fyrir helgi? „Ja, við skulum nú bara sjá hvað gerist.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti fyrstur fundamanna í morgun.Vísir/ErnirEngin stór mál að trufla „Við sjáum alveg til enda og það eru engin stór mál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það sem þarf að gera,“ segir Sigurður ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Við erum líka að reyna að afla frekari gagna með því að hitta fólk.“ Hann segist ekki vita hvenær boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins til að bera fram stjórnarsáttmála til samþykktar. Hann segist þó vona að það skýrist í vikunni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundur formanna í ráðherrabústaðnum hafinn Flokkarnir þrír hafa átt í formlegum viðræðum í viku. 20. nóvember 2017 09:57 Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19. nóvember 2017 18:42 Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00 Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Greina forsetanum frá stöðu mála í viðræðunum á morgun. 17. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bjuggust við að vera komin lengra í stjórnarmyndunarviðræðum á þessum tíma en raunin er. Þau segja biðina útskýrast af því að þau vilji vanda til verka. Fundur þeirra Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar hófst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í morgun. Þau segja að fundir með sérfræðingum í samfélaginu hafi reynst gagnlegir og að vonandi verði komin niðurstaða í viðræðurnar í næstu viku. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau hafi ætlað sér að vera komin lengra í viðræðunum en að viðræðurnar taki sinn tíma. Hann vonar að botn komist í viðræðurnar um helgina eða í byrjun næstu viku. Hann segist bjartsýnn á að flokkunum þremur takist að mynda ríkisstjórn. Aðspurður hvort að einhver stór mál sem séu óútkljáð í viðræðunum segist Bjarni að svo sé ekki. „Ég get ekki sagt að það sé eitthvað eitt sem kemur upp í hugann en það eru auðvitað öll mál sem menn vilja setja í stjórnarsáttmála sem skipta máli þannig að við vonum bara að allir sýni því skilning að þetta þarf sinn tíma.“Eruð þið öll á sömu blaðsíðu? „Já, ágætlega. Það vita allir að flokkarnir hafa ólíkar áherslur en ég hef talað um það í meira en ár að það séu sérstakar aðstæður uppi núna. Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til að nýta þær einstöku aðstæður til að byggja upp landið og ná árangri í átt að betri lífskjörum. Það má bara einfaldlega ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifæri glatist hér í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla. það er til að ná utan um þessa stöðu sem við höfum sest hérna saman. Ég hef mikla trú á því að það geti skilað miklum árangri.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænnaVísir/ErnirFundirnir reynst gagnlegir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að formennirnir ætli að kalla fleiri sérfræðinga á sinn fund til að ræða mál sem liggja fyrir næstu ríkisstjórn. Þau hafa þegar fundað með fulltrúum úr atvinnulífinu og Landlækni. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir, því það liggur fyrir til að mynda varðandi vinnumarkaðinn að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það sé möguleiki að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við,“ segir Katrín. „Við eigum eftir að hitta fleiri þannig að við erum að gefa okkur ákveðinn tíma til þess að vanda okkur. Þannig að þetta þarf bara að taka þann tíma sem það þarf.“Búist þið við því að klára þessar viðræður fyrir helgi? „Ja, við skulum nú bara sjá hvað gerist.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti fyrstur fundamanna í morgun.Vísir/ErnirEngin stór mál að trufla „Við sjáum alveg til enda og það eru engin stór mál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það sem þarf að gera,“ segir Sigurður ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Við erum líka að reyna að afla frekari gagna með því að hitta fólk.“ Hann segist ekki vita hvenær boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins til að bera fram stjórnarsáttmála til samþykktar. Hann segist þó vona að það skýrist í vikunni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundur formanna í ráðherrabústaðnum hafinn Flokkarnir þrír hafa átt í formlegum viðræðum í viku. 20. nóvember 2017 09:57 Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19. nóvember 2017 18:42 Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00 Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Greina forsetanum frá stöðu mála í viðræðunum á morgun. 17. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Fundur formanna í ráðherrabústaðnum hafinn Flokkarnir þrír hafa átt í formlegum viðræðum í viku. 20. nóvember 2017 09:57
Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19. nóvember 2017 18:42
Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00
Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Greina forsetanum frá stöðu mála í viðræðunum á morgun. 17. nóvember 2017 20:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“