Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Selfoss 30-32 | Sjóðheitur Teitur í hörkusigri Selfoss Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. desember 2017 20:15 Teitur Örn Einarsson átti dúndrandi leik í kvöld Vísir/Eyþór Fjölnir og Selfoss mættust í hörðum slag í Olís deild karla í dag. Hart var barist í leiknum en það voru Fjölnismenn sem byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Staðan var 18-17 í hálfleik en Selfyssingar fóru þó að taka við sér eftir því sem leið á leikinn og var munurinn á milli liðanna alltaf í kringum eitt mark. Á síðustu tíu mínútum leiksins fengum við þó flugeldasýningu er tveir leikmenn fengu að líta beint rautt spjald en hjá Fjölni fékk Andri Berg Haraldsson beint rautt fyrir að brjóta á Hauki Þrastarssyni eftir að hann skaut og skoraði. Sverrir Pálsson fékk svo beint rautt í búningi Selfoss fyrir að brjóta á Kristjáni Erni. En lokatölur voru 32-30, Selfyssingum í vil, sem tóku forystuna á endasprettinum á meðan allt ætlaði um koll að keyra inn á vellinum en heimamenn voru mjög ósáttir við dómgæsluna.Afhverju vann Selfoss? Taugarnar voru Selfoss megin á lokamínútunum en eftir að hafa elt Fjölni allan leikinn snéru gestirnir taflinu við á loka mínútum leiksins er allt ætlaði að sjóða upp úr. Fjölnismenn voru ósáttir við dómgæsluna og fannst hún halla á sig og sérstaklega á endasprettinum en þó voru það ekki dómararnir sem klúðruðu tveimur vítaköstum og fleiri dauðafærum á síðustu tíu mínútum leiksins. Reynsla og gæði skinu í gegn á lokasprettinum á meðan Fjölnir misstu hausinn í pirringi. Ég hef alveg smá samúð með heimamönnum en það er ekki hægt að kenna einungis dómgæslunni um. Það ber að hrósa einnig gestunum frá Selfoss sem héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að vera undir fyrstu 50 mínútum leiksins.Hverjir stóðu upp úr? Kristján Örn, leikmaður Fjölnis, átti mörg stórkostleg tilþrif í sókninni en margar stoðsendingar hans voru unaðslegar sem og mörkin hans sem voru átta talsins. Teitur Örn Einarsson átti hinsvegar stórkostlegan leik í búningi Selfoss er hann skoraði hvorki meir né minna en 14 mörk!Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki góð framan af leik hjá báðum liðum sem og varnarleikurinn. Það er kannski erfitt að gagnrýna markmennina sérstaklega þegar þeir urðu trekk í trekk að reyna að verjast skotum frá ódekkuðum sóknarmanni einn á móti markmanni. Staðan í hálfleik var 18-17, Fjölni í vil. Það gefur kannski ágætis mynd af varnarleiknum sem boðið var upp á.Hvað gerist næst? Selfoss heimsækir KA á Akureyri í Coca Cola bikarnum en í sömu keppni fær Fjölnir lið Eyjamanna í heimsókn í Grafarvoginn.Arnar Gunnarssonvísir/eyþórStefán Arnar: Ég er brjálaður „Ég er brjálaður,“ sagði vægast sagt ósáttur þjálfari Fjölnis, Stefán Arnar Gunnarsson, eftir naumt tap hans manna gegn Selfyssingum í dag, 32-30. En Stefán var ekki brjálaður út í leik sinna manna og aðspurður hvort það væri dómgæslan sem hann væri ósáttur við var hann ekki í neinum vafa. „Já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi það í viðtali,“ sagði Arnar en hann telur ekki sömu reglur gilda um sitt lið og önnur. „Dómgæslan var mjög ósanngjörn. Mér finnst við ekki vera að keppa á jafnréttisgrundvelli. Því miður.“ Allt ætlaði um koll að keyra á lokamínútum leiksins er fjöldinn allur af tveggja mínútna brotvísunum litu dagsins ljós sem og tvö bein rauð spjöld, eitt á hvort lið. Aðspurður hvort hann teldi dómara eiga sök á úrslitum leiksins vildi hann ekki ganga svo langt. „Ég ætla ekki að koma með neinar þannig yfirlýsingar. Það var fullt af hlutum sem við gátum gert betur,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Hefðum mátt vera klókari. Þeir skora fjögur mörk í tómt markið af því við erum of lengi eða hreinlega gleymum að skipta manni út fyrir markmann.“ Fjölnir var með forystuna allan leikinn fram á síðustu fimm mínútum leiksins „Ég er mjög stolltur af mínu liði og mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“ Fjölnir situr á botni Olís deildarinnar eftir þrettán umferðir með fimm stig. Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss og Austurríki.vísir/gettyPatrekur: Ánægður að fá tvö stig Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með tvö stigin gegn Fjölni og sérstaklega í ljósi þess að framan af leik áttu hans menn erfitt uppdráttar. „Við náðum ekki takti í fyrri hálfleik. Okkur gekk ágætlega í sókninni en vörnin var ekki nógu þétt. Við vorum samt bara einu marki undir og vissum að við gætum komið til baka.“ Eins og fram kom hér fyrir ofan var Stefán Arnar, þjálfari Fjölnis, á því að dómgæslan hefði hallað á hans menn í leiknum en Patrekur gaf lítið fyrir það. „Mér fannst þeir dæma vel. Ég gæti alltaf fundið einhver atriði en mér fannst þeir dæma þetta ágætlega heilt yfir.“ Selfoss þarf að taka á sig langt ferðalag norður á Akureyri í vikunni fyrir leik gegn toppliði 1. deildarinnar, KA, í Coca Cola bikarnum. „Ég spilaði þar fyrir mörgum árum og hlakka til. Vonandi verður fullt hús og læti. Það var svolítið rólegt hérna í dag og mér finnst skemmtilegra þegar það eru læti,“ sagði Patrekur sem var þó ánægður með stuðningsmenn sína í kvöld en þónokkuð af stuðningsmönnum Selfoss voru mættir á völlinn og létu vel í sér heyra. „Alltaf þegar við mætum á útivelli eigum við húsið. Það sýnir styrkin okkar og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Patrekur en Selfoss situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Þó má taka fram að Valur getur komist yfir Selfoss að nýju með sigri gegn Víkingum seinna í kvöld.Kristján Örn Kristjánsson.Vísir/ErnirKristján Örn: Dómgæslan hallar á okkur Kristján Örn átti frábæran leik í búningi Fjölnis í dag en það dugði ekki til þar sem Selfoss nældi í sigurinn á lokamínútum leiksins. „Ég er mjög ósáttur en það var mikið af góðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik. Varnarlega vorum við því miður bara ekki nógu þéttir.“ Aðspurður afhverju þetta féll saman eins og raunin var á lokamínútum leiksins taldi Kristján að of mikill hiti hafi verið kominn í menn. „Við látum allt of mikið fara í taugarnar á okkur. Mikið af hlutum sem kemur okkur ekki einu sinni við. Þ.a.l. missum við þetta úr höndum okkar.“ En hallar dómgæslan á Fjölni? „Ef ég myndi heita Janus Daði þá væri ég líklega að fá færri tvær mínútur,“ sagði Kristján og hélt áfram: „Maður má alveg búast við því þegar maður kemur upp í efstu deild. Eins og við sjáum þetta þá hallar á okkur og við verðum bara að standast þær kröfur.“Teitur Örn Einarsson skoraði 14 mörk fyrir Selfoss.Vísir/AntonTeitur Örn: Má ekki láta brjálæðinga slá sig út af laginu Teitur Örn átti stórleik í dag er hann skoraði 14 mörk í 32-30 sigri Selfoss á Fjölni. Hann sagði þó að liðið hefði heilt yfir ekki átt góðan leik. „Við vorum ekki að sækja af fullum krafti í upphafi seinni hálfleiks. Gerðum lélegar árásir og tókum léleg skot,“ sagði Teitur og bætti við að á síðustu tuttugu mínútunum hefði þetta snúist við og sókn og vörn smollið vel. Allt ætlaði að sjóða upp úr á lokamínútunum og er Teitur á því að þá sé mikilvægast að halda einbeitingu. „Maður verður að passa sig að vera ekki að æsa sig of mikið. Þó svo að það sé hiti í leiknum verður maður að halda einbeitingu og ekki láta brjálæðinga inn á vellinum slá sig út af laginu.“ Selfoss mætir KA á fimmtudaginn í Coca Cola bikarnum og er Teitur spenntur fyrir leiknum. „Við verðum að mæta klárir í þann leik ef við ætlum að eiga einhverja möguleika.“ Olís-deild karla
Fjölnir og Selfoss mættust í hörðum slag í Olís deild karla í dag. Hart var barist í leiknum en það voru Fjölnismenn sem byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Staðan var 18-17 í hálfleik en Selfyssingar fóru þó að taka við sér eftir því sem leið á leikinn og var munurinn á milli liðanna alltaf í kringum eitt mark. Á síðustu tíu mínútum leiksins fengum við þó flugeldasýningu er tveir leikmenn fengu að líta beint rautt spjald en hjá Fjölni fékk Andri Berg Haraldsson beint rautt fyrir að brjóta á Hauki Þrastarssyni eftir að hann skaut og skoraði. Sverrir Pálsson fékk svo beint rautt í búningi Selfoss fyrir að brjóta á Kristjáni Erni. En lokatölur voru 32-30, Selfyssingum í vil, sem tóku forystuna á endasprettinum á meðan allt ætlaði um koll að keyra inn á vellinum en heimamenn voru mjög ósáttir við dómgæsluna.Afhverju vann Selfoss? Taugarnar voru Selfoss megin á lokamínútunum en eftir að hafa elt Fjölni allan leikinn snéru gestirnir taflinu við á loka mínútum leiksins er allt ætlaði að sjóða upp úr. Fjölnismenn voru ósáttir við dómgæsluna og fannst hún halla á sig og sérstaklega á endasprettinum en þó voru það ekki dómararnir sem klúðruðu tveimur vítaköstum og fleiri dauðafærum á síðustu tíu mínútum leiksins. Reynsla og gæði skinu í gegn á lokasprettinum á meðan Fjölnir misstu hausinn í pirringi. Ég hef alveg smá samúð með heimamönnum en það er ekki hægt að kenna einungis dómgæslunni um. Það ber að hrósa einnig gestunum frá Selfoss sem héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að vera undir fyrstu 50 mínútum leiksins.Hverjir stóðu upp úr? Kristján Örn, leikmaður Fjölnis, átti mörg stórkostleg tilþrif í sókninni en margar stoðsendingar hans voru unaðslegar sem og mörkin hans sem voru átta talsins. Teitur Örn Einarsson átti hinsvegar stórkostlegan leik í búningi Selfoss er hann skoraði hvorki meir né minna en 14 mörk!Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki góð framan af leik hjá báðum liðum sem og varnarleikurinn. Það er kannski erfitt að gagnrýna markmennina sérstaklega þegar þeir urðu trekk í trekk að reyna að verjast skotum frá ódekkuðum sóknarmanni einn á móti markmanni. Staðan í hálfleik var 18-17, Fjölni í vil. Það gefur kannski ágætis mynd af varnarleiknum sem boðið var upp á.Hvað gerist næst? Selfoss heimsækir KA á Akureyri í Coca Cola bikarnum en í sömu keppni fær Fjölnir lið Eyjamanna í heimsókn í Grafarvoginn.Arnar Gunnarssonvísir/eyþórStefán Arnar: Ég er brjálaður „Ég er brjálaður,“ sagði vægast sagt ósáttur þjálfari Fjölnis, Stefán Arnar Gunnarsson, eftir naumt tap hans manna gegn Selfyssingum í dag, 32-30. En Stefán var ekki brjálaður út í leik sinna manna og aðspurður hvort það væri dómgæslan sem hann væri ósáttur við var hann ekki í neinum vafa. „Já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi það í viðtali,“ sagði Arnar en hann telur ekki sömu reglur gilda um sitt lið og önnur. „Dómgæslan var mjög ósanngjörn. Mér finnst við ekki vera að keppa á jafnréttisgrundvelli. Því miður.“ Allt ætlaði um koll að keyra á lokamínútum leiksins er fjöldinn allur af tveggja mínútna brotvísunum litu dagsins ljós sem og tvö bein rauð spjöld, eitt á hvort lið. Aðspurður hvort hann teldi dómara eiga sök á úrslitum leiksins vildi hann ekki ganga svo langt. „Ég ætla ekki að koma með neinar þannig yfirlýsingar. Það var fullt af hlutum sem við gátum gert betur,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Hefðum mátt vera klókari. Þeir skora fjögur mörk í tómt markið af því við erum of lengi eða hreinlega gleymum að skipta manni út fyrir markmann.“ Fjölnir var með forystuna allan leikinn fram á síðustu fimm mínútum leiksins „Ég er mjög stolltur af mínu liði og mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“ Fjölnir situr á botni Olís deildarinnar eftir þrettán umferðir með fimm stig. Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss og Austurríki.vísir/gettyPatrekur: Ánægður að fá tvö stig Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með tvö stigin gegn Fjölni og sérstaklega í ljósi þess að framan af leik áttu hans menn erfitt uppdráttar. „Við náðum ekki takti í fyrri hálfleik. Okkur gekk ágætlega í sókninni en vörnin var ekki nógu þétt. Við vorum samt bara einu marki undir og vissum að við gætum komið til baka.“ Eins og fram kom hér fyrir ofan var Stefán Arnar, þjálfari Fjölnis, á því að dómgæslan hefði hallað á hans menn í leiknum en Patrekur gaf lítið fyrir það. „Mér fannst þeir dæma vel. Ég gæti alltaf fundið einhver atriði en mér fannst þeir dæma þetta ágætlega heilt yfir.“ Selfoss þarf að taka á sig langt ferðalag norður á Akureyri í vikunni fyrir leik gegn toppliði 1. deildarinnar, KA, í Coca Cola bikarnum. „Ég spilaði þar fyrir mörgum árum og hlakka til. Vonandi verður fullt hús og læti. Það var svolítið rólegt hérna í dag og mér finnst skemmtilegra þegar það eru læti,“ sagði Patrekur sem var þó ánægður með stuðningsmenn sína í kvöld en þónokkuð af stuðningsmönnum Selfoss voru mættir á völlinn og létu vel í sér heyra. „Alltaf þegar við mætum á útivelli eigum við húsið. Það sýnir styrkin okkar og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Patrekur en Selfoss situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Þó má taka fram að Valur getur komist yfir Selfoss að nýju með sigri gegn Víkingum seinna í kvöld.Kristján Örn Kristjánsson.Vísir/ErnirKristján Örn: Dómgæslan hallar á okkur Kristján Örn átti frábæran leik í búningi Fjölnis í dag en það dugði ekki til þar sem Selfoss nældi í sigurinn á lokamínútum leiksins. „Ég er mjög ósáttur en það var mikið af góðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik. Varnarlega vorum við því miður bara ekki nógu þéttir.“ Aðspurður afhverju þetta féll saman eins og raunin var á lokamínútum leiksins taldi Kristján að of mikill hiti hafi verið kominn í menn. „Við látum allt of mikið fara í taugarnar á okkur. Mikið af hlutum sem kemur okkur ekki einu sinni við. Þ.a.l. missum við þetta úr höndum okkar.“ En hallar dómgæslan á Fjölni? „Ef ég myndi heita Janus Daði þá væri ég líklega að fá færri tvær mínútur,“ sagði Kristján og hélt áfram: „Maður má alveg búast við því þegar maður kemur upp í efstu deild. Eins og við sjáum þetta þá hallar á okkur og við verðum bara að standast þær kröfur.“Teitur Örn Einarsson skoraði 14 mörk fyrir Selfoss.Vísir/AntonTeitur Örn: Má ekki láta brjálæðinga slá sig út af laginu Teitur Örn átti stórleik í dag er hann skoraði 14 mörk í 32-30 sigri Selfoss á Fjölni. Hann sagði þó að liðið hefði heilt yfir ekki átt góðan leik. „Við vorum ekki að sækja af fullum krafti í upphafi seinni hálfleiks. Gerðum lélegar árásir og tókum léleg skot,“ sagði Teitur og bætti við að á síðustu tuttugu mínútunum hefði þetta snúist við og sókn og vörn smollið vel. Allt ætlaði að sjóða upp úr á lokamínútunum og er Teitur á því að þá sé mikilvægast að halda einbeitingu. „Maður verður að passa sig að vera ekki að æsa sig of mikið. Þó svo að það sé hiti í leiknum verður maður að halda einbeitingu og ekki láta brjálæðinga inn á vellinum slá sig út af laginu.“ Selfoss mætir KA á fimmtudaginn í Coca Cola bikarnum og er Teitur spenntur fyrir leiknum. „Við verðum að mæta klárir í þann leik ef við ætlum að eiga einhverja möguleika.“