Gunnar stendur í horni Bjarkanna: "Alltaf séð fyrir mér að Bjarki Ómars nái langt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:30 Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
Gunnar Nelson, besti og fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er á leiðinni til Lundúna á stórt bardagakvöld um helgina en að þessu sinni stendur hann fyrir utan búrið. Gunnar verður þeim Bjarka Þór Pálssyni og Bjarka Ómarssyni til halds og trausts á FightStar 13-bardagakvöldinu í Lundúnum og mun standa í horninu þeirra á meðan bardaganum stendur. Bjarki Þór er að verja léttvigtarbeltið sitt sem hann vann í október en Bjarki Ómarsson er að berjast í fyrsta sinn sem atvinnumaður. „Ég er búinn að æfa með þessum strákum lengi og það er mjög gaman að fara með þeim út, aðstoða þá og vera í horninu hjá þeim. Það er bara vonandi að maður geti hjálpað þeim eitthvað í horninu á meðan bardaganum stendur. Ég held að þeir eigi eftir að standa sig með prýði. Þeir eru fjórir að fara að keppa og ég spái þeim öllum sigri,“ segir Gunnar. Bjarki Þór verður 5-0 á atvinnumannaferlinum, búinn að vinna belti og verja það ef hann sigrar í Lundúnum á morgun. Ætti það ekki að færa hann ofar í sportinu? „Mér finnst það mjög líklegt. Þetta er mjög stór bardagi fyrir Bjarka. Ég hugsa að eftir þennan bardaga þá fari hann að leitast eftir aðeins stærra sviði og að sama skapi fara aðeins stærri sambönd að sækjast eftir kröftum hans,“ segir Gunnar. Bjarki Ómarsson, oftast kallaður The Kid, er einn af efnilegustu bardagamönnum heims. Beðið hefur verið eftir fyrsta atvinnumannabardaganum hans með mikilli eftirvæntingu. Bjarki á sérstakan stað í hjarta Gunnars. „Hann er búinn að vera hjá okkur síðan að hann var krakki og alltaf verið hrikalega efnilegur. Ég hef alltaf hlakkað til að sjá hann keppa. Ég hef alltaf séð fyrir mér að hann myndi ná langt, alveg frá því að hann var krakki,“ segir GunnaR Nelson. Auk Bjarkanna munu þeir Ingþór Örn Valdimarsson, Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen keppa sem áhugamenn á bardagakvöldinu. Alla fréttina úr kvöldféttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45 Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. 8. desember 2017 15:45
Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. 5. desember 2017 19:45