Um borð í Koenigsegg á 458 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 15:33 Hér sýnir hraðamælirinn 457,5 km/klst. motor1.com Fyrir um mánuði síðan sló Koenigsegg Agera RS bíll ein 5 heimsmet við akstur á afar góðum þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar náði hann til dæmis 457,94 km hraða sem eðlilega er eitt þessara meta, en það er mesti mældi hraði sem nokkur bíll hefur náð á vegi ætluðum almenningi. Er þar um að ræða ríflega fimmfaldan hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Um borð í bílnum var myndavél sem sýndi akstur Niklas Lilja, en hann er starfsmaður Koenigsegg og fékk það öfundsverða hlutverk að aka þessum 1.360 hestafla ofurbíl þennan dag. Í myndskeiðinu sést að Niklas fer fremur rólega uppí 300 km hraða en eftir það var þyngra stigið á bensíngjöfina og bíllinn í raun ekki svo lengi að ná þessum 458 km hraða. Meiningin í þessum bíltúr var nefnilega að ná sem hæstum hraða en ekki endilega á sem stystum tíma. Því var ekki ætlun ökumannsins að leggja of mikið á vél bílsins uns hún á endanum fékk þó að reyna sitt ítrasta. Þegar Agera RS bíllinn fer sem hraðast í þessari ökuferð klárar hann 127 metra vegalengd á hverri sekúndu, en það er gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Allan tímann virðist þó stöðugleiki bílsins á þjóðveginum óaðfinnanlegur. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Fyrir um mánuði síðan sló Koenigsegg Agera RS bíll ein 5 heimsmet við akstur á afar góðum þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar náði hann til dæmis 457,94 km hraða sem eðlilega er eitt þessara meta, en það er mesti mældi hraði sem nokkur bíll hefur náð á vegi ætluðum almenningi. Er þar um að ræða ríflega fimmfaldan hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Um borð í bílnum var myndavél sem sýndi akstur Niklas Lilja, en hann er starfsmaður Koenigsegg og fékk það öfundsverða hlutverk að aka þessum 1.360 hestafla ofurbíl þennan dag. Í myndskeiðinu sést að Niklas fer fremur rólega uppí 300 km hraða en eftir það var þyngra stigið á bensíngjöfina og bíllinn í raun ekki svo lengi að ná þessum 458 km hraða. Meiningin í þessum bíltúr var nefnilega að ná sem hæstum hraða en ekki endilega á sem stystum tíma. Því var ekki ætlun ökumannsins að leggja of mikið á vél bílsins uns hún á endanum fékk þó að reyna sitt ítrasta. Þegar Agera RS bíllinn fer sem hraðast í þessari ökuferð klárar hann 127 metra vegalengd á hverri sekúndu, en það er gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Allan tímann virðist þó stöðugleiki bílsins á þjóðveginum óaðfinnanlegur.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent