Ford ætlar að selja bíla á Alibaba Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 11:47 Bílasjálfsöluturn eins og Ford ætlar að setja upp í Kína. Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent