Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 14:32 Suranga Lakmal, leikmaður Sri Lanka, ældi á völlinn í Nýju-Delí, svo megn var mengunin í loftinu. Vísir/AFP Indversk stjórnvöld stefna nú að því að reyna að draga úr loftmengun í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir næsta vetur. Mikil mengunarþoka legst yfir borgina á hverjum vetri með skaðlegum áhrifum fyrri heilsu fólks. Tveir krikketleikmenn seldu upp í leik í borginni vegna mengunarinnar í gær. Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.Þegar kólna tekur í veðri á veturna og minni hreyfing er á loftinu er hætta á að mengunarpollur myndist yfir Nýju-Delí eins og nú hefur gerst.Vísir/AFPUmhverfisverndarsinnar segja aðgerðirnar hins vegar ganga of skammt. Sunil Dahiya, einn stjórnenda Grænfriðunga á Indlandi, segir að stjórnvöld hafi gefið kolaorkuverum tveggja ára frest til að draga úr mengun sem rennur út í þessum mánuði. Ekkert hafi hins vegar gerst. „Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya. Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina. Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Indversk stjórnvöld stefna nú að því að reyna að draga úr loftmengun í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir næsta vetur. Mikil mengunarþoka legst yfir borgina á hverjum vetri með skaðlegum áhrifum fyrri heilsu fólks. Tveir krikketleikmenn seldu upp í leik í borginni vegna mengunarinnar í gær. Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.Þegar kólna tekur í veðri á veturna og minni hreyfing er á loftinu er hætta á að mengunarpollur myndist yfir Nýju-Delí eins og nú hefur gerst.Vísir/AFPUmhverfisverndarsinnar segja aðgerðirnar hins vegar ganga of skammt. Sunil Dahiya, einn stjórnenda Grænfriðunga á Indlandi, segir að stjórnvöld hafi gefið kolaorkuverum tveggja ára frest til að draga úr mengun sem rennur út í þessum mánuði. Ekkert hafi hins vegar gerst. „Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya. Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina.
Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09