Handbolti

Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Verður Gísli Þorgeir númer 24 hjá Kiel eins og Aron?
Verður Gísli Þorgeir númer 24 hjá Kiel eins og Aron? vísir/ernir/getty
Eins og greint var frá í morgun er Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta, á leið til þýska stórliðsins Kiel eftir tímabilið.

Gísli Þorgeir er búinn að skrifa undir þriggja ára samning og fetar í fótspor Arons Pálmarssonar sem einnig fór frá FH til Kiel, beint úr efstu deild á Íslandi, árið 2009.

Sjá einnig:Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel

Það er ýmislegt líkt með Aroni og Gísla og kemur því lítið á óvart að hann sé kallaður hinn nýi Aron Pálmarsson. Það er einmitt fyrirsögnin á sænska handboltavefnum Handbollskanalen.

Aron Pálmarsson í leik með FH á móti Haukum.vísir/arnþór birkisson
„Kiel fær hinn nýja Pálmarsson,“ er fyrirsögn á grein um tilvonandi vistaskipti Gísla Þorgeirs en þar er bent á það sem er líkt með FH-ingunum tveimur.

Báðir eru leikstjórnendur sem ganga í raðir Kiel 19 ára gamlir. Einnig má bæta við að báðir spiluðu, eða spila í tilfelli Gísla, í treyju númer fjögur fyrir FH.

Aron spilaði í sex ár með Kiel og vann þýska meistaratitilinn fimm sinnum og vann Meistaradeildina tvisvar. Hann spilaði aðeins eitt tímabil í efstu deild á Íslandi en varð aldrei Íslandsmeistari.

Gísli Þorgeir getur aftur á móti yfirgefið FH sem Íslandsmeistari en liðið er ansi líklegt til árangurs í vetur. Það trónir á toppi Olís-deildarinnar með þriggja stiga forskot eftir tólf umferðir en liðið hafnaði í öðru sæti eftir tap gegn Val í lokaúrslitunum í vor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×