Gengið hefur verið frá ráðningum í þrjár nýjar stöður framkvæmdastjóra hjá CenterHotels. Sara Kristófersdóttir sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs verður framkvæmdastjóri viðskiptasviðs. Sigríður Helga Stefánsdóttir, núverandi markaðsstjóri, tekur við sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og Stefán Örn Einarsson, núverandi sölustjóri, verður framkvæmdastjóri sölusviðs.
Sara hefur undanfarin 8 ár verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs en þar á undan gegndi hún starfi viðskiptastjóra á Norðurlöndum og síðar Bretlandsmarkaði fyrir Booking.com. Eins hefur Sara gegnt ýmsum störfum hjá CenterHotels frá stofnun fyrirtækisins, en hún lauk BSc hons prófi í International hospitality management frá DIT á Írlandi.
Sigríður sem síðastliðin fjögur ár hefur verið markaðsstjóri CenterHotels starfaði áður hjá Iceland Express. Fyrst sem verkefnastjóri í markaðsdeild og síðar sem viðskiptastjóri erlendra viðskipta. Sigríður lauk B.Sc prófi í viðskipta- og alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Stefán kom til starfa hjá CenterHotels árið 2009. Hann hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins og verið sölustjóri hótelkeðjunnar undanfarin 2 ár. Stefán lauk BA prófi í viðskiptafræði frá Leeds Beckett University í Englandi og LL.M prófi í alþjóðaviðskiptalögfræði frá sama háskóla.
CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar og Svanfríðar Jónsdóttur. Hjá keðjunni starfa nú um 300 manns á sex hótelum sem öll eru staðsett í miðborg Reykjavíkur.
Þrír nýir framkvæmdastjórar hjá CenterHotels
Daníel Freyr Birkisson skrifar

Mest lesið


Spotify liggur niðri
Neytendur

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent



Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent



Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent
