Notkun Facebook Kids vart heimil hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2017 23:28 Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“ Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira