Notkun Facebook Kids vart heimil hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2017 23:28 Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“ Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira