Rússneski fáninn verður hvergi sjáanlegur á leikunum sem fara fram frá 9. til 25. febrúar 2018.
Rússneskir íþróttamenn, sem geta sýnt fram á það að þeir séu „hreinir“ mega þó keppa á leikunum undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Það má því búast við mörgum rússneskum keppendum á leikunum í einstaklingsgreinum en engin rússnesk lið munu fá að taka þátt.
Þetta er sama fyrirkomulag og var á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.
IOC suspends Russian NOC and creates a path for clean individual athletes to compete in @PyeongChang2018 under the Olympic Flag https://t.co/bKA9rpbd3y
— IOC MEDIA (@iocmedia) December 5, 2017
Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti þetta í kvöld en ákvöðunin er tekin í framhaldi af lyfjahneykslinu í tengslum við síðustu vetrarleika sem fóru fram í Sotsjí í Rússlandi 2014.
Niðurstöður McLaren skýrslunnar voru mikið áfall fyrir íþróttaheiminn. Þar kom fram að Rússar stunduðu skipulagt svindl til að koma „óhreinu“ afreksfólki sínu í gegnum lyfjapróf.