Róbert Ísak varð fyrr í dag heimsmeistari í 200m fjórsundi (S14, þroskahamlaðir) þegar hann kom í mark á 2:19.34 mínútum og hafði betur í baráttunni á móti Suður-Kóreumanninum Cho Wonsang.
Wonsang var með forystuna eftir flugsundið, baksundið og bringusundið en Róbert náði honum á síðasta snúning og stakk svo af á skriðsundskaflanum og vann glæsilegan sigur.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Róbert Ísak tryggði sér gullverðlaunin með þessum frábæra endaspretti.
Hér fyrir neðan má síðan sjá Róbert Ísak taka við gullverðlaunum í verðlaunaafhendingunni. Róbert Ísak Jónsson er nú búinn að landa bæði silfur- og gullverðlaunum á HM í Mexíkó.
Íslenski hópurinn hefur alls unnið til fernra verðlauna til þessa á mótinu, eitt gull, eitt silfur og tvenn bronsverðlaun.