David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 10:12 David Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins. vísir/getty Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld. Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld.
Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15
Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13
Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24