David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 10:12 David Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins. vísir/getty Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld. Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld.
Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15
Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13
Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24