Aðeins eitt prósent af gistirými á Airbnb laust yfir áramótin: „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er uppbókaður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 18:45 Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira