Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik Bose mótsins í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Fjölni í Egilshöllinni.
Ævar Ingi Jóhannesson skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Hilmari Árna Halldórssyni.
Stjörnumenn voru sterkari aðilinn og Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, bjargaði sínu liði frá stærra tapi.
Bæði liðin höfðu unnið leiki sína á móti FH og sigurvegari leiksins tryggði sér því sæti í úrslitaleiknum.
Stjarnan mætir líklegt Blikum í úrslitaleiknum en það kemur þó ekki hundrað prósent í ljós fyrr en eftir leik Blika og KR-inga seinna í kvöld.
Fjölnismenn spila aftur á móti um þriðja sætið en FH rak lestina í riðlinum.
