WOW air mun hætta flugi til Miami á Flórída í apríl næstkomandi. Þetta staðfestir María Margrét Jóhannsdóttir á samskiptasviði WOW í samtali við Vísi. Hún segir að flug til borgarinnar muni aftur hefjast haustið 2018.
Ekki liggur fyrir um ástæður ástæður þess að ekkert verði flogið yfir sumarmánuðina en Vísir hefur sent fyrirspurn til flugfélagsins vegna málsins.
Í tilkynningu flugfélagsins frá í apríl síðastliðnum kom fram að til stæði að fljúga til borgarinnar allan ársins hring. Flogið hefur verið þrisvar í viku – á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
WOW air hefur boðið upp á flug til fjórtán borga í Norður-Ameríku: New York, Boston, Washington D.C., Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Los Angeles, Miami, Montréal, Pittsburgh, San Francisco, St. Louis og Toronto.
Uppfært 9:50:
Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis kemur fram að flugfélagið sé almennt með alla áfangastaði sína undir stöðugu endurmati til þess að tryggja hámarks nýtingu flotans. „Háanna tími Miami sem áfangastaðar er yfir vetrarmánuðina og við höfum því ákveðið að leggja frekar áherslu á þá og einbeita okkur að öðrum áfangastöðum yfir sumarmánuðina.
Fleiri staðir eru árstímabundnir en þess má geta að við hættum einnig að fljúga til Salzburg í Austurríki í mars en þangað er flogið einu sinni í viku, á laugardögum kl 09. Við hefjum aftur flug þangað næstkomandi haust,“ segir í svarinu.
WOW air hættir að fljúga til Miami í apríl
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Buffett hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent