Forseti ASÍ: Sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmálanna að koma á ró og festu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 11:11 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segist treysta forsætisráðherra til þess að taka á vandanum með öðrum hætt en forverar hennar í starfii. vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðarins og stjórnmálanna að koma á ró og festu í landinu. Það hafi ekki verið raunin síðan árið 2008. Þetta segir Gylfi í viðtali við Kristján Kristjánsson í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði Gylfa út í áskorun sem ASÍ sendi til stjórnmálamanna og greindi Gylfi frá því hvernig ný ríkisstjórn kemur honum fyrir sjónir. Á dögunum setti ASÍ fram áskorun til stjórnmálaflokkanna. Áskorunin var undir yfirskriftinni „Samfélagssáttmáli um félagslegan stöðugleika“ og í henni kemur fram að heildarsamtök á vinnumarkaði hafi unnið að mótun nýs samningalíkans sem byggt sé á norrænni fyrirmynd „þar sem órjúfanlegt samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.“ Auk þess segir í áskoruninni: „Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins. Þetta er það sem við köllum félagslegan stöðugleika.“ Gylfi segir að í stjórnarsáttmálanum hafi hann viljað að fjallað hefði verið um jafnræði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika með afgerandi hætti. Hann gagnrýnir jafnframt að hugtakið félagslegur stöðugleiki sé hvergi að finna í sáttmálanum. Gylfi segir nýja stjórn þó fara ágætlega af stað. Það hafi verið jákvætt að oddvitarnir hafi haft fyrir því að kalla aðila vinnumarkaðarins á fundi í stjórnarmyndunarviðræðum og þá segir hann að stjórnarsáttmálinn beri þess merki að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að „setjast að samræðu“ og freista þess að ná fram stöðugleika. Gylfi ítrekar það sem hann hefur áður sagt ró og festa í landinu sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmála. Í viðtali við Vísi þann 19. nóvember, sagði Katrín Jakobsdóttir að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefðu oddvitarnir boðað á sinn fund aðila vinnumarkaðarins og Landlækni. Það hafi verið fremur óvanalegt í stjórnarmyndunarviðræðum en að flokkarnir hafi reynt eftir fremsta megni að vanda sig. „Það er búið að vera, hvað eigum við að segja, kreppa nánast síðan 2008. Það hefur ekki tekist að skapa þessa ró og það er engin launung á því að hefur haft mjög neikvæð áhrif á tilraunir okkar á vinnumarkaði að þróa hér nýtt módel, það er meðal annars þetta umrót. Þetta auðvitað skilar sér út á vinnumarkaðinn, það er engin launung á því,“ segir Gylfi. Gylfi segir að launafólk hafi brennt sig á því að stjórnmálamenn lofi miklu en minna sé um efndir „og þess vegna held ég að það sé alveg sú staða uppi að stjórnmálin þurfi með athöfnum sínum og ákvörðunum, stefnu sinni og framkvæmd að skapa grundvöll að því að koma á einhverju samtali en ekki öfugt.“ Gylfi segist treysta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til að taka á vandanum með öðrum hætti en forverar hennar í starfi. Samtalið sem hann hafi átt með ríkisstjórninni hafi verið jákvætt. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðarins og stjórnmálanna að koma á ró og festu í landinu. Það hafi ekki verið raunin síðan árið 2008. Þetta segir Gylfi í viðtali við Kristján Kristjánsson í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði Gylfa út í áskorun sem ASÍ sendi til stjórnmálamanna og greindi Gylfi frá því hvernig ný ríkisstjórn kemur honum fyrir sjónir. Á dögunum setti ASÍ fram áskorun til stjórnmálaflokkanna. Áskorunin var undir yfirskriftinni „Samfélagssáttmáli um félagslegan stöðugleika“ og í henni kemur fram að heildarsamtök á vinnumarkaði hafi unnið að mótun nýs samningalíkans sem byggt sé á norrænni fyrirmynd „þar sem órjúfanlegt samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.“ Auk þess segir í áskoruninni: „Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins. Þetta er það sem við köllum félagslegan stöðugleika.“ Gylfi segir að í stjórnarsáttmálanum hafi hann viljað að fjallað hefði verið um jafnræði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika með afgerandi hætti. Hann gagnrýnir jafnframt að hugtakið félagslegur stöðugleiki sé hvergi að finna í sáttmálanum. Gylfi segir nýja stjórn þó fara ágætlega af stað. Það hafi verið jákvætt að oddvitarnir hafi haft fyrir því að kalla aðila vinnumarkaðarins á fundi í stjórnarmyndunarviðræðum og þá segir hann að stjórnarsáttmálinn beri þess merki að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að „setjast að samræðu“ og freista þess að ná fram stöðugleika. Gylfi ítrekar það sem hann hefur áður sagt ró og festa í landinu sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmála. Í viðtali við Vísi þann 19. nóvember, sagði Katrín Jakobsdóttir að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefðu oddvitarnir boðað á sinn fund aðila vinnumarkaðarins og Landlækni. Það hafi verið fremur óvanalegt í stjórnarmyndunarviðræðum en að flokkarnir hafi reynt eftir fremsta megni að vanda sig. „Það er búið að vera, hvað eigum við að segja, kreppa nánast síðan 2008. Það hefur ekki tekist að skapa þessa ró og það er engin launung á því að hefur haft mjög neikvæð áhrif á tilraunir okkar á vinnumarkaði að þróa hér nýtt módel, það er meðal annars þetta umrót. Þetta auðvitað skilar sér út á vinnumarkaðinn, það er engin launung á því,“ segir Gylfi. Gylfi segir að launafólk hafi brennt sig á því að stjórnmálamenn lofi miklu en minna sé um efndir „og þess vegna held ég að það sé alveg sú staða uppi að stjórnmálin þurfi með athöfnum sínum og ákvörðunum, stefnu sinni og framkvæmd að skapa grundvöll að því að koma á einhverju samtali en ekki öfugt.“ Gylfi segist treysta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til að taka á vandanum með öðrum hætti en forverar hennar í starfi. Samtalið sem hann hafi átt með ríkisstjórninni hafi verið jákvætt.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent