Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 13:45 Björn Víglundsson, Stefán Sigurðsson og Ingibjörg Pálmadóttir á starfsmannafundi 365 í morgun. Vísir/Vilhelm Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins. Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins. Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins. Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu. Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00 Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24 Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Tíu milljarða viðskipti Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365. 1. desember 2017 07:00
Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Afhending eigna og reksturs fer fram á morgun. Björn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs sviðs Miðla hjá Vodafone. 30. nóvember 2017 21:24
Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). 9. október 2017 15:59
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf