Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 13:27 Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Guðberg Bergsson. Sena Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu. Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.Ása Helga Hjörleifsdóttir.senaFramleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni. Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi. Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”. Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu. Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.Ása Helga Hjörleifsdóttir.senaFramleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni. Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi.
Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30