Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:28 Verslunareigandi efst á Skólavörðustíg er hæstánægður með göngugöturnar. VÍSIR/ANTON BRINK Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira