Góð fyrirheit Sigurður Hannesson skrifar 1. desember 2017 07:00 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar