Flokkarnir ætla að taka höndum saman í framhaldi af MeToo-byltingunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 20:00 Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira