Kristján og Thelma Dögg blakfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 23:30 Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins 2017. mynd/blí Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið blakmann og blakkonu ársins 2017. Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um blakfólk ársins af vef BLÍ.Kristján Valdimarsson leikur með BK Tromsö í Noregi og er ein af burðarásum liðsins sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann er á sínu öðru ári hjá félaginu en í janúar varð Kristján norskur bikarmeistari með Tromsö. Liðið endaði í 2. sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor og hampaði bronsverðlaunum í NEVZA keppni félagsliða í lok janúar. Kristján hefur haldið áfram á þessu leiktímabili og er meðal bestu miðjumanna í norsku úrvalsdeildinni en liðið er nú þegar komið í bikarúrslitaleikinn 2018 og getur því varið titilinn um miðjan janúar. Kristján var burðarás í íslenska landsliðinu í sumar þegar liðið vann bronsverðlaun í EM Smáþjóða en þar var Kristján einnig valinn í úrvalslið mótsins einn íslendinga. Einnig spilaði hann með landsliðinu í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Frakklandi í maí og á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Kristján er fyrirmyndar blakmaður og er einn fjölmargra sem spila erlendis. Hann á að baki 66 landsleiki og er nú meðal sjö leikjahæstu leikmanna Íslands frá upphafi.Thelma Dögg Grétarsdóttir leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og á Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í liði Aftureldingar á síðustu leiktíð. Thelma Dögg er ein fjölmargra Íslendinga sem spila erlendis og hefur ferill hennar hjá Galina byrjað afar vel. Sem stendur er Thelma stigahæsti leikmaður liðsins og er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn svissnesku deildarinnar en þar stendur Galina í 8. sæti nú um jólin. Thelma spilar með liði sínu í áskorendakeppni Evrópu og á ágæta möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Thelma Dögg var burðarás í íslenska landsliðinu í vor og sumar þegar liðið spilaði í 2. umferð undankeppni fyrir HM í Póllandi og á Smáþjóðaleikunum. Thelma Dögg átti sína bestu leiki með landsliðinu þegar Ísland tryggði sér gullverðlaun í Evrópukeppni Smáþjóða 2017 í Luxemborg í lok júní. Thelma Dögg Grétarsdóttir er fyrirmyndar íþróttakona sem lætur drauma sína rætast og spilar nú í sterkri deild erlendis. Hún á að baki 36 landsleiki fyrir landsliðið og verða þeir eflaust fleiri um ókomin ár.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2017 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn