Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 15:48 Félagið segir það vekja athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. Vísir/Ernir Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála og sakar Alþingi um brot á jafnréttislögum. Sérstaklega er vísað til skipanar í fjárlaganefnd Alþingis en í síðustu viku tóku átta karlar þar sæti og ein kona. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé skýrt brot á 15. grein jafnréttislaga. Þar sé kveðið á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni. Í fjárlaganefnd eru hlutföllin 89 prósent gegn ellefu. „Kvenréttindafélag Íslands hefur margoft skorað á og hvatt Alþingi og stjórnvöld að gæta að kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati Kvenréttindafélagsins hefur Alþingi nú sýnt í verki að jafnréttislög eru hreinlega virt að vettugi við skipan í nefndir og því taldi félagið ljóst að leita þyrfti annarra leiða en að senda út ályktanir og áskoranir,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir félagið að þegar horft sé til annarra nefnda þingsins komi í ljós að fimm af átta séu ekki í samræmi við jafnréttislög og halli á konur í öllum nefndum nema einni. Þá veki athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. „Kvenréttindafélag Íslands leggur fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í þá nefnd sem kynjahlutföllin eru verst, fjárlaganefnd, og telur félagið að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert. Það er með engu ásættanlegt að löggjafinn fylgi ekki lögum. Við sættum okkur ekki lengur við það að konur eigi ekki sæti við borðið. Kynjajafnrétti og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er grundvöllur lýðræðisins, sem og hagsældar og velferðar okkar allra.“Lesa má kæruna hér. Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála og sakar Alþingi um brot á jafnréttislögum. Sérstaklega er vísað til skipanar í fjárlaganefnd Alþingis en í síðustu viku tóku átta karlar þar sæti og ein kona. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé skýrt brot á 15. grein jafnréttislaga. Þar sé kveðið á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni. Í fjárlaganefnd eru hlutföllin 89 prósent gegn ellefu. „Kvenréttindafélag Íslands hefur margoft skorað á og hvatt Alþingi og stjórnvöld að gæta að kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati Kvenréttindafélagsins hefur Alþingi nú sýnt í verki að jafnréttislög eru hreinlega virt að vettugi við skipan í nefndir og því taldi félagið ljóst að leita þyrfti annarra leiða en að senda út ályktanir og áskoranir,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir félagið að þegar horft sé til annarra nefnda þingsins komi í ljós að fimm af átta séu ekki í samræmi við jafnréttislög og halli á konur í öllum nefndum nema einni. Þá veki athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. „Kvenréttindafélag Íslands leggur fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í þá nefnd sem kynjahlutföllin eru verst, fjárlaganefnd, og telur félagið að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert. Það er með engu ásættanlegt að löggjafinn fylgi ekki lögum. Við sættum okkur ekki lengur við það að konur eigi ekki sæti við borðið. Kynjajafnrétti og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er grundvöllur lýðræðisins, sem og hagsældar og velferðar okkar allra.“Lesa má kæruna hér.
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira