Jonghyun glímdi við þunglyndi: „Frægðin var aldrei ætluð mér“ Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2017 13:55 Jonghyun, hét Kim Jong-hyun réttu nafni, fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Seúl og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Vísir/AFP Skilaboð sem sögð eru skrifuð af suður-kóresku poppstjörnunni Jonghyun hafa verið birt á samfélagsmiðli vinkonu hans þar sem fram kemur að hann hafi glímt við mikið þunglyndi. Hinn 27 ára Jonghyun fannst látinn í íbúð sinni í Seúl í gær og er talið að hann hafi svipt sig lífi. Hann var aðalsöngvari strákasveitarinnar Shinee, einnar stærstu K-pop-sveitar Suður-Kóreu.Þunglyndið heltók hann „Þunglyndið sem hægt og rólega hefur hellst yfir mig hefur að lokum heltekið mig,“ sagði í skilaboðunum sem vinkona hans, Nine, söngkona sveitarinnar Dear Cloud, birti á Instagram-síðu sinni. Hafði hún fengið beiðni frá Jonghyun um að gera skilaboðin opinber ef hann myndi einhvern daginn „hverfa úr þessum heimi“. Í frétt BBC segir að Nine hafi birt skilaboðin að höfðu samráði við fjölskyldu Jonghyun.Aðdáendur syrgja fráfall Jonghyun.Vísir/AFPÍ bréfinu greinir söngvarinn frá vandamálunum sem hafi fylgt því að lifa lífi í sviðsljósinu. Hafi hann verið „brotinn að innan“ og að „frægðin [hafi] aldrei verið ætluð [sér]“. Ekki hefur fengist upp gefið hvenær skilaboðin hafi verið skrifuð eða send söngkonunni Nine.Fannst meðvitundarlaus Jonghyun, hét Kim Jong-hyun réttu nafni, fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Seúl og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Söngvarinn á að hafa sent systur sinni nokkur skilaboð daginn sem hann dó, þar sem hann sagði þetta vera hinstu kveðju sína. Jonghyun sló á ásamt öðrum liðsmönnum Shinee í gegn árið 2008, en þeir hafa einnig notið vinsæla á erlendum vettvangi, meðal annars í Japan. Hann hóf sólóferil sinn árið 2015. Útför söngvarans fer fram á fimmtudag. pic.twitter.com/mToVVpNfkn— SHINee (@SHINee) December 19, 2017 Andlát Tengdar fréttir Suður-kóresk poppstjarna fannst látin Jonghyun fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Seúl. 18. desember 2017 12:48 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Skilaboð sem sögð eru skrifuð af suður-kóresku poppstjörnunni Jonghyun hafa verið birt á samfélagsmiðli vinkonu hans þar sem fram kemur að hann hafi glímt við mikið þunglyndi. Hinn 27 ára Jonghyun fannst látinn í íbúð sinni í Seúl í gær og er talið að hann hafi svipt sig lífi. Hann var aðalsöngvari strákasveitarinnar Shinee, einnar stærstu K-pop-sveitar Suður-Kóreu.Þunglyndið heltók hann „Þunglyndið sem hægt og rólega hefur hellst yfir mig hefur að lokum heltekið mig,“ sagði í skilaboðunum sem vinkona hans, Nine, söngkona sveitarinnar Dear Cloud, birti á Instagram-síðu sinni. Hafði hún fengið beiðni frá Jonghyun um að gera skilaboðin opinber ef hann myndi einhvern daginn „hverfa úr þessum heimi“. Í frétt BBC segir að Nine hafi birt skilaboðin að höfðu samráði við fjölskyldu Jonghyun.Aðdáendur syrgja fráfall Jonghyun.Vísir/AFPÍ bréfinu greinir söngvarinn frá vandamálunum sem hafi fylgt því að lifa lífi í sviðsljósinu. Hafi hann verið „brotinn að innan“ og að „frægðin [hafi] aldrei verið ætluð [sér]“. Ekki hefur fengist upp gefið hvenær skilaboðin hafi verið skrifuð eða send söngkonunni Nine.Fannst meðvitundarlaus Jonghyun, hét Kim Jong-hyun réttu nafni, fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Seúl og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar. Söngvarinn á að hafa sent systur sinni nokkur skilaboð daginn sem hann dó, þar sem hann sagði þetta vera hinstu kveðju sína. Jonghyun sló á ásamt öðrum liðsmönnum Shinee í gegn árið 2008, en þeir hafa einnig notið vinsæla á erlendum vettvangi, meðal annars í Japan. Hann hóf sólóferil sinn árið 2015. Útför söngvarans fer fram á fimmtudag. pic.twitter.com/mToVVpNfkn— SHINee (@SHINee) December 19, 2017
Andlát Tengdar fréttir Suður-kóresk poppstjarna fannst látin Jonghyun fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Seúl. 18. desember 2017 12:48 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Suður-kóresk poppstjarna fannst látin Jonghyun fannst meðvitundarlaus í íbúð sinni í Seúl. 18. desember 2017 12:48