Touareg án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 09:40 Ný kynslóð Touareg orðin fullmótuð. motor1.com Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent
Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent