Touareg án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 09:40 Ný kynslóð Touareg orðin fullmótuð. motor1.com Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent