„Ég er stoltur af silfrinu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“ Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira