Líflátshótunum rignir yfir ungfrú Írak Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 14:30 Sarah Idan og Adar Gandelsman. Vísir/AFP Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina. Mið-Austurlönd Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ungfrú Írak hefur fengið fjölda líflátshótana á undanförnum mánuði og sama gildir um fjölskyldumeðlimi hennar. Hótanirnar eru vegna myndar sem hin 27 ára gamla Sarah Idan tók með Adar Gandelsman, ungfrú Ísrael á Ungfrú Alheimur í Las Vegas. Myndinni fylgdu orðin: „Friður og ást frá ungfrú Írak og ungfrú Ísrael“ og fór hún eins og eldur um internetið. Næsta dag vaknaði Idan við hótanir frá Ungfrú Írak samtökunum, um að hún yrði svipt titlinum ef myndin yrði ekki tekin niður. Sömuleiðis byrjaði hún að fá líflátshótanir og þurfti fjölskylda hennar að flýja frá Írak. Líflátshótanirnar sneru ekki eingöngu að umræddri mynd heldur einnig að því að hún hefði klæðst sundfötum í undankeppninni. „Þegar ég birti myndina bjóst ég alls ekki við að hún yrði svona umdeild,“ sagði Idan við CNN. „Ég vaknaði við símtöl frá fjölskyldu minni og það að samtökin voru að ganga af göflunum. Líflátsshótanirnar sem ég fékk voru mjög ógnvekjandi.“Neitaði að taka myndina úr birtingu Hún neitaði þó að taka myndina úr birtingu. Þrátt fyrir að Ungfrú Írak samtökin hótuðu að svipta hana titlinum. Þess í stað birti hún nýja færslu degi seinna þar sem hún útskýrði að myndin væri ekki til marks um stuðning hennar við stjórnvöld Ísrael og bað hún þá sem tóku myndinni sem árás á málstað Palestínumanna afsökunar. Idan ræddi ekki við fjölmiðla á þeim tíma af ótta við hvað frekari umfjöllun myndi gera fjölskyldu hennar og að hótunum í þeirra garð myndi fjölga. Hún er með ríkisborgararétt í Írak og í Bandaríkjunum en óttast nú að fara aftur til Írak. Keppnin sjálf fór fram þann 26. nóvember en lífshótanir berast enn til Idan og þá sérstaklega á netinu. Hún segir þó að hún hafi ekki fengið nokkurn stuðning frá stjórnvöldum í Írak. „Ég er að reyna að gefa jákvæða mynd af landi okkar og fólki og í staðinn fæ ég neikvæð viðbrögð. Ég hef ekki fengið nokkurn stuðning frá UÍ samtökunum né ríkisstjórninni.“ Forsvarsmenn samtakanna neita því að hafa hótað að svipta Idan titlinum en hún segir þá hafa gert það ítrekað. Idan segist ekki sjá eftir því að hafa birt myndina.
Mið-Austurlönd Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira