Handbolti

Teitur Örn æfir með Kristianstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teitur Örn er markahæsti leikmaður Selfoss í vetur.
Teitur Örn er markahæsti leikmaður Selfoss í vetur. vísir/stefán
Selfyssingurinn skotfasti, Teitur Örn Einarsson, mun æfa og skoða aðstæður hjá Kristianstad á næstu dögum.

Teitur skoraði fimm mörk þegar Selfoss lagði Fram að velli, 36-29, í Olís-deild karla í gærkvöldi. Teitur er markahæsti leikmaður Selfoss í vetur með 107 mörk í 14 deildarleikjum.

Kristianstad er sænskur meistari. Með liðinu leika þrír Íslendingar; Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson.

Teitur sló í gegn á HM U-19 ára í sumar þar sem hann varð markakóngur með 66 mörk í sjö leikjum. Hann hefur svo haldið uppteknum hætti með Selfoss í Olís-deildinni í vetur og skorað grimmt. Þá hefur Teitur bætt varnarleikinn mikið.

Selfyssingar sitja í 4. sæti Olís-deildarinnar með 20 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×