Flugvirkjar óttast lagasetningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. desember 2017 12:25 Flugvirkjar segjast hafa dregið af sínum kröfum. Vísir/sigurjón Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57