Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2017 11:03 Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær. vísir/vilhelm Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57