Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2017 11:03 Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær. vísir/vilhelm Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57