Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Kristinn Þórarinsson komust hvorug í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Kaupmannahöfn í morgun.
Ingibjörg synti á tímanum 25,73 sekúndum í 50 metra skriðsundi en hún var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu í greininni sem er 25,71 sekúnda.
Kristinn synti á 25,29 sekúndum í 50 metra baksundi en hann var töluvert frá sínum besta tíma sem er 24,63 sekúndur.
Þau Kristinn og Ingbjörg komust heldur ekki áfram í undanúrslit í greinum sínum í gær.
Ingibjörg hársbreidd frá Íslandsmetinu

Tengdar fréttir

Íslenska sveitin ekki áfram
Blandaða íslenska sveitin komst ekki áfram í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í Kaupmannahöfn í morgun.

Ingibjörg og Eygló hvorugar áfram
Ingibjörg Kristín, Eygló Ósk og Aron Örn komust ekki áfram í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn um helgina.